Hvernig verður þetta ef það kemur mikil hálka í vetur?

Atvikin höguðu því þannig til, að á tímabili í fyrra og hitteðfyrra þurfti ég að leita á bráðamóttöku Landsspítalans vegna tveggja beinbrota og eins blóðeitrunartilfellis og kynntist þá ástandinu á spítalanum. 

Þótt ekkert af þessum tilfellum bæri upp á erilsömustu tímabil vetrarins þegar flughált verður á götum og gangstéttum, var álagið á starfsfólkinu svo mikið, að það var nánast á harðaspretti um ganga og herbergi bráðadeildarinnar frá morgni til kvölds. 

Mér blöskraði því, þegar því var haldið blákalt fram í sjónvarpsþætti, að verið væri að "sviðsetja" þetta ástand og nú vaknar spurningin hvernig þetta verður, ef það kemur hálkutímabil í borginni í vetur. 


mbl.is Forgangsraða á bráðamóttöku vegna álags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hernaðarhagsmunir gömlu Kalda stríðs keppinautanna ráða.

Beinir og grjótharðir hernaðarlegir hagsmundir Bandaríkjamenna og Rússa hafa alla tíð ráðið um gjörðir þessara gömlu keppinauta um hernaðarlega stöðu á norðurslóðum. 

Það hentaði hagsmunum Kananna að taka að sér hernám Íslands 1941 og sömuleiðis voru þeir með samskipti við Dani og möguleika á hernaðaruppbyggingu á Grænlandi í huga þegar Roosevelt forseti blandaði sér í sambandsslitin og fékk þeim frestað um eitt ár, gegn því að þeir styddu stofnun lýðveldis. 

á mjög klaufalegan hátt var sett fram ósk árið 1945 um þrjár herstöðvar um eilífð ( Í Skerjafirði, á Miðnesheiði og í Hvalfirði til 99 ára). 

Allan Kalda stríðs tímann var það hugsun Bandarikjamanna, að það sem væri gott fyrir Bandaríkin í hernaðarlegu tilliti væri líka gott fyrir Íslendinga. 

Í byrjun 21. aldar kom í ljós, að Bandaríkjamenn höfðu engan áhuga á frumkvæði að samráði við Íslendinga um brotthvarf varnarliðsins. 

Sú ákvörðun var tekin að Íslendingum forspurðum og eingöngu með bandaríska hagsmuni í huga. 

Á Grænlandi sýndu Kanarnir oft bæði leyndarhyggju og skort á samráði við hernaðarreksturinn þar í landi, svo sem með kjarnorkuvopnaumsvifum sínum og hafa auðvitað ekkert samráð við næstu nágrannaþjóð Grænlands varðandi uppbyggingu á mannvirkjum, sem bæta hernaðarlega aðstöðu. 

Rússum hentaði vel í áróðursstríðinu á Kalda stríðs árunum að koma Íslendingum til hjálpar með hagstæðum vöruskiptasamningum þegar Bretar ætluðu að svelta okkur til hlýðni í landhelgismálinu, og í hruninu glytti líka í að þeir aðstoðuðu okkur fjárhagslega. 

Aukin umsvif og hnyklaðir hernaðarlegir vöðvar Rússa á Íshafinu hafa líka farið fram og mun fara fram að fyllstu hentugleikum þeirra án þess að við aðra sé talað. 

"Já, svona eru norðurslóðir í dag" myndi Jón Ársæll segja. 


mbl.is Auka hernaðarumsvif sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband