"Hann getur hlaupið, en..."

Tvö af þekktum tilsvörum Joe Louis, heimsmeistara í þungavigt í hnefaleikum 1937-1949, hafa ekki aðeins verið höfð eftir honum, heldur líka sögð aftur. 

Hann háði mjög erfiðan og tvísýnan bardaga við léttþungavigtarmanninn Billy Conn 1942 og var spurður fyrir bardagann, hvað hann ætlaði að taka til bragðs gegn þeim yfirburðum, sem Conn hefði varðandi hraða og fótafimi.

Louis svaraði: "Ég veit hann getur hlaupið í hringnum en hann getur ekki falið sig."

Í ljós kom að sökum hraða síns var Conn yfir á stigum í 13. lotu, en ofmetnaðist og Louis rotaði hann. 

Í síðasta bardaga sínum, við Rocky Marciano, skíttapaði Louis og Rocky gekk frá honum með rothöggi. 

Kona Joe spurði eftir bardagann: "Hvað gerðist?"

Joe svaraði: "Elskan, ég gleymdi að beygja mig."

Þrjátíu árum seinna varð Ronald Reagan Bandaríkjaforseti fyrir skotárás og var hætt kominn. 

Þegar Nancy kom að heimsækja hann á spítalann, spurði hún. 

"Hvað gerðist?"

Hann svaraði: "Elskan, ég gleymdi að beygja mig."

 


mbl.is „Þú getur ekki falið þig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Skrifaðu flugvöll!" heilkennið á ferð.

Enn á ný gefst tilefni til að rifja hér á síðunni upp söguna af frambjóðanda Alþýðuflokksins, bankamanni í Reykjavík, sem bauð sig fram í Alþingiskosningum í Dalasýslu meðan sú sýsla var sérstakt kjördæmi.

Þótti hann frekar fáfróður um hagi kjördæmisins og að hámarkinu hafi verið náð á kosningafundi þar sem hann hafði með sér aðstoðarmann sem skrifaði niður það helsta sem rætt var um.

Bóndi einn kom í pontu og taldi ýmislegt upp sem önnur kjördæmi hefðu fram yfir Dalasýslu.

Þegar bóndinn kom að því að nefna flugvelli í öðrum kjördæmum, sagði Krataframbjóðandinn stundarhátt við aðstoðarmanninn, svo allir heyrðu: "Skrifaðu flugvöll!"

Dundi þá við mikill hlátur í salnum. 

Um þessar mundir er svipað fyrirbæri sem lifir góðu lífi fyrir austan fjall og með reglulegu millibili koma upp hugmyndir um stóran alþjóðaflugvöll á Árborgarsvæðinu.

Flest rakanna fyrir því eru fráleit, svo sem að fengur sé að flugvelli á öðru veðursvæði en Keflavíkurflugvöllur er. Árborgarsvæðið er nefnilega einmitt á sama veðursvæði hvað snertir lélegt skyggni og lágský í suðlægum og suðaustlægum vindáttum og Keflavíkurflugvöllur.

Hins vegar er Reykjavíkurflugvöllur á öðru veðursvæði í austan-suðaustan og sunnanáttum en Keflavík og Flóinn og nær að endurbæta þann völl en að fara að henda svimandi fjárhæðum í nýjan flugvöll, hvort sem hann væri í Hvassahrauni eða Flóanum. 

Í Reykjavík eru fyrir hendir þeir innviðir sem þarf til að bæta flugvöllinn þar og aðstæður við hann. 

Flóinn, með sitt gamla og óslétta hraun sem undirlag og mýrarkeldur ofan á, er afleitt flugvallarstæði. 

Gamla flugvallarstæðið í Kaldaðarnesi og svæðið suðvestan við Selfoss er of nálægt Ingólfsfjalli varðandi sviptivinda, sem standa af fjallinu í norðaustanátt. 

A meðan flugvellir á borð við flugvellina á Egilsstöðum og Akureyri æpa á fjárframlög er nær að huga að þeim en þessu eilífa "skrifaðu flugvöll" dæmi sem skýtur aftur og aftur upp kollinum fyrir austan fjall.   

 

 

  

 


mbl.is Skoða alþjóðaflugvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband