Orðhengilsháttur, feluleikur og mótsagnir.

"Sethjallarnir verða varðveittir í Hálslóni" sagði umhverfisráðherrann, sem ákvað að sökkva öllum dalnum, sem hjallarnir voru í, í meira en hundrað metra þykka blöndu af leir, aur og sandi, sem er úr svipuðu efni og hjallarnir voru. Víkurgarður

Svipað er nú haft uppi um Víkurgarð, sem náði fyrrum yfir á það svæði, sem lóðareigandum og hótelbygginafíklum þykir nú henta að kalla Landssímareit. 

Með því skipta um nafn er samt mótsögn í þessum málflutningi þegar talað er um að bein úr garðinum verði varðveitt. 

Svo blindir eru fylgjendur þeirra framkvæmda, sem sjást svo vel á mynd Morgunblaðsins, að þeir geta ekki skilið að málið snýst ekki eingöngu um að varðveita stað, sem hefur verið ginnheilagur, fyrst sem blótstaður við landnám og síðar sem kirkjugarður, heldur ekki síður um að eyðileggja allt andrými, friðsæld og yfirbragð nánasta nágrenni Alþingishússins og Austurvallar. 

Þegar skoðaðar eru myndir af garðinum áður en malbik og byggingar fóru að ógna honum, sést vel hverju á að fórna fyrir þá ginnheilögu hótelkassa, sem spretta upp svo tugum skiptir, jafnvel í klösum og skekkja heillandi og aðlaðandi svip gömlu miðborgarinnar. 


mbl.is Engar framkvæmdir í Víkurgarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Exelskjölin um ruslflokkinn.

´"Ég er bara atvinnulaus." "Ég verð að setjast í helgan stein."

Setningar sem eru tákn um nokkur exel-skjöl sem ganga í gegnum þjóðfélagið hjá okkur og miða að því að úrelda og afskrá fólk, sem fer á endanum í svokallaðan "hrakvirðisflokk" samkvæmt skilgreiningu 75 ára aldurs exel-skjalsins í tryggingamálum. 

Það byrjar við fimmtugt. Þá fer enskumælandi fólk yfir á aldursskeið sem er orðað þannin að það sé "in the fifties."

En ekki hér. Hér fer fimmtugt fólk yfir á sextugsaldur. Tíu ára munur á hugsun.

Síðan verður fólk sextugt. Þá er það sett í flokk "eldri borgara." Á ferðum í Ameríku fylgdi slíku virðing við búðarborðið. "Are you senior?" er spurt með virðingu og veittur afsláttur. 

Aldrei spurt svona hér á landi. Afgreiðslufólk hefur tjáð mér að of margir þeirra sem spurðir eru, móðgist og hreyti út úr sér: "Sýnist ég vera svona ellileg / ellilegur eða hvað?" 

Sem þýðir að það sé niðurlægjandi að eldast, enda nota Íslendingar orðalag, sem hækkar aldurinn um áratug, - sextugur maður er kominn á sjötugsaldur. 

Næsta exelskjal er 65 ára aldur hjá atvinnuflugmönnum. Sumir þeirra fljúga engu loftfari eftir það,- þetta er svo mikið áfall. 

Svo kemur 67 ára aldurinn og þú ert "löggilt gamalmenni". 

Aðal exelskjalið er 75 ára aldur. Þegar ég þurfti að sækja slysabætur, var það aðal óheppnin að vera nýorðinn 75 ára. "Þetta verður erfitt sagði tryggingalögfræðingurinn, þú ert kominn i svonefndan hrakvirðisflokk." 

"Meinarðu ruslflokk?"

"Já í rauninni, en hitt orðið hljómar skár ef eitthvað er. 

Um svipað leyti var greint frá því í fréttum með stolti að Ísland væri í fremstu röð þjóða, varðandi það að koma í veg fyrir "ótímabær dauðsföll." 

Svo sem að detta dauður fram á matarborðið vegna heilsugalla, sem hægt hefði verið að komast hjá með fyrirbyggjandi aðgerðum. Það telst ótímabært dauðsfall. 

Ég varð forvitinn og fór að glugga í smáa letrið varðandi þetta atriði. 

Þá kom í ljós að hjá okkur er miðað við 75 ára aldur, "ruslflokkinn." 

Dæmi: Maður er fæddur 1. janúar og verður 75 ára á nýársdag. 

Ef hann dettur dauður fram á matarborðið á gamlárskvöld er það ótímabært dauðfall. 

Ef hann dettur fram á matarborðið á nýárskvöld er það tímabært dauðsfall. 

Já, og miðað við hugsunarháttinn hjá okkur jafnvel bara vel tímabært dauðsfall.  

 


mbl.is „Ég er bara atvinnulaus“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband