Munið þið eftir prenturunum í gamla daga?

Það er ekki langt síðan fjöldi starfa ýmist lögðust niður eða breyttu um vinnubrögð svo að menn þahöfðu gríðarlegar áhyggjur af því atvinnuleysi sem af myndi hljótast.

Af mörgum slíkum störfum má nefna setjarana í prentsmiðjunum í gamla daga. Ímynd þeirra var ekki falleg í hugum margra, með svartar hendur af prentblýi.

Lausnin fólst að sjálfsögðu í að aðstoða þá við að endurmennta sig í þeim störfum sem tóku við. Þessi þróun hefur kannski sjaldan verið hraðari en nú á tölvu og netöld, og því afar mikilvægt að viðbrögðin við breyttum atvinnu- og framleiðsluháttum séu snörp og markviss.

Með nýjum framleiðsuaðferðum og aðstæðum fylgir oft tilfærsla á atvinnustarfsemi, vinnuafli og búsetu, sem getur verið slæm fyrir marga. 

En i staðinn fyrir að streitast gegn óhjákvæmilegri þróun er nær að stuðla að farsælli breytingu, sem oft fellst í endurmenntun og tilfærslu. 

Bent hefur verið á að líklega hefur stóraukin sjálfvirkni haft meiri áhrif en flest annað á hnignun sumra svæða, svo sem "ryðbeltisins" í Bandarikjunu, heldur en nokkuð annað, sem þar hefur skapað atvinnuleysi og hnignun. 

Og að þess vegna séu gamaldags viðbrögð, eins og höft og tollar  eins og Trump og fleiri virðast aðeins sjá, aðeins til þess fallin að valda upplausn, átökum og úlfúð.

Þegar vélmennum eða róbótum er bölvað, gleymist oft, að það skapast störf við að hanna tækja- og tölvubúnað og halda honum við.

Til dæmis var fróðlegt að sjá hér á síðunni upplýsingar Hauks Kristinssonar um það hvernig Svisslendingar taka á svona málum, til dæmis í menntakerfinu.  

 

 

 

 


mbl.is Sjálfvirkni hafi áhrif á 80% starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullyrðingar gegn fullyrðingum.

"Í stríði er sannleikurinn það fyrsta sem er drepið" hefur verið sagt. Það standa yfir mikil átök á milli fylkinga andstæðra skoðana um Bandaríkjaforseta. 

Þessar erjur eiga sér vart hliðstæðu í bandarískri stjórnmálasögu enda á Donald Trump sér ekki hliðstæðu meðal forseta landsins síðustu 120 ár að minnsta kosti. 

Tíðari mannaskipti en áður hefur þekkst hjá starfsliði Bandaríkjaforseta á jafn skömmum tíma segja einhverja sögu,  en erfitt er að átta sig á sannleiksgildi einstakra fullyrðinga sem flokkast undir hugtakið "orð gegn orði.

Þó er leitun að jafn mörgum ambögum, mótsögnum, hringlandahætti og hreinni vitleysu í orðum og gerðum forseta en hjá Trump. 

Þar liggur fleira að baki en skortur á þekkingu og menntun. Harry S. Truman var á tímabili gjaldþrota vefnaðarvörukaupmaður frá Missouri en borgaði skuldir sínar og vann sig smám saman upp í það að verða þingmaður, vinna mjög gott starf varðandi skipulag fjármála hersins í stríðinu og verða einn af merkustu forsetum Bandaríkjanna að margra dómi, vandvirkur, íhugull og gæddur mikilvægasta eiginleikanum; heilbrigðri skynsemi. 

Trump hefur þó tekist að slá á tón hjá nógu mörgum, sem öðrum tókst ekki að slá og ná með því meirihlutafylgi. 

Slíkt er ekkert einsdæmi og hægt að bjóða upp á ótrúlega hluti á því sviði eins og einræðisherrarnir Mussolini og Hitler voru dæmi um á valdatímum sínum. 

Þeim tókst að virkja djúpa óánægju með slæmt ástand og virkja þrá eftir fyrri mikilleik stórra þjóða. 

 


mbl.is Segja bókina „lygar“ og „lágkúru“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband