Hvað um "sjálfbæra" orkuvinnslu og sauðfjárbeit?

Framtak kokkalandsliðsins er í hressandi mótsögn við hræsnina, blekkinganar og feluleikinn sem við Íslendingar stundum á mörgum sviðum. 

Þegar lífræn ræktun fór að ryðja sér til rúms erlendis, reyndu Íslendingar að búa til séríslenskar reglur um slíka ræktun hér á landi. Auglýsing Landsvirkjun

Við stundum stórfellda rányrkju á jarðvarmasvæðum gufuaflsvirkjana, svo nemur minnsta kosti fjórðungi allrar orkuframleiðslu landsins, en erum með risastóra mynd svo utarlega í rana Leifstöðvar um að 100 prósent allrar orkuvinnslu okkar komi á sjálfbæran hátt frá endurnýjanlegum orkugjöfum, að nær enginn kemst inn í landið eða út úr því nema að fara í gegnum þennan heilaþvott.  

Reykjavíkurborg fékk Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs, þrátt fyrir að mesta rányrkjan á jarðvarmasvæðunum auk loftmengunar af þeim, væri á vegum borgarinnar. 

Við auglýsum án þess að depla auga að íslenska lambakjötið verði til á sjálfbæran hátt og birtum myndir af sauðfénu á svæðum, sem eru óbeitarhæf vegna uppblásturs og beitar. 

Við tróðum okkur upp í eitt af efstu sætum á lista Sþ yfir ástand umhverfismála með því að setja stafina N/A í dálkinn um ástand gróðurlendis. Var Ólafur Arnalds þó búinn að fá Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs vegna rannsóknar á því. Auglýsing um sjálfbæra beit (2)

Loksins sést nú viðleitni hjá kokkalandsliðinu til að rjúfa þann blekkingamúr, sem reistur hefur verið á allt of mörgum sviðum.  


mbl.is Draga sig út úr kokkalandsliðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Fjallagrösin" tuga milljarða virði?

Þegar deilt var um stefnu Íslendinga í auðlinda- og atvinnumálum um og eftir síðustu aldamót, töluðu eindregnir stuðningsmenn stóriðjunnar sem einu lausnarinnar til að "bjarga Íslandi" með djúpri fyrirlitningu um "eitthvað annað",  sem algerlega fráleit úrræði.

Hugmyndum um ferðaþjónustu eða skapandi greinar var líkt við fánýta fjallagrasatínslu.

Nú er verið að tala um marga tuga milljarða verðmæti, nánar tiltekið 45 milljarða í leikjafyrirtækinu CCP sem hefur byggst upp á íslensku hugviti. 

Margföldun ferðaþjónustunnar hefur skapað mestu efnahagsuppsveiflu og atvinnusköpun í sögu landsins.

En ennþá lifa þó góðu lífi ásakanir um að þeir, sem hafi bent á "eitthvað annað" hafi "um langan aldur barist með öllum tiltækum ráðum gegn mannlífi og framförum."

    


mbl.is Hagnast um milljarða á sölu CCP
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tölur sem voru óhugsandi mestalla síðustu öld.

Aðeins örfá ár á síðustu öld, nánar tiltekið á árunum 1940-46, var viðskiptajöfnuður Íslands við önnur lönd hagstæður. 

Á stríðsárunum söfnuðust upp miklar gjaldeyrisinnistæður í Bretlandi vegna fisksölu Íslendinga þar í landi, auk þess sem áður óþekkt þensla ríkti hér á landi vegna gríðarlegrar vinnu og framkvæmda fyrir heri Bandaríkjamanna, Breta og Kanadamanna.

Allan síðari hluta aldarinnar var hallinn á viðskiptunum við útlönd eitt tímafrekasta og erfiðasta viðfangsefni íslenskrar stjórnvalda. 

Þegar hinar blússandi jákvæðu tölur síðustu ára minnka kannski eitthvað er hollt að hafa í huga þann mikla mun á kjörum þjóðarinnar sem gríðarleg fjölgun ferðamanna hefur fært henni. 

    

 

 


mbl.is 86% samdráttur á viðskiptajöfnuði á milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband