Fyrst núna eftir 1150 ára rányrkju, 43 árum á eftir fiskinum.

Í vor verða liðin 43 ár síðan Hafrannsóknarstofnun gaf út "Svörtu skýrsluna" svoefndu um ástand fiskistofnanna við landið. 

Viðbrögðin við þessu urðu snör og róttæk með tilkomu kvótakerfis sem meðal annars fól í sér heimildir til strangs eftirlits Fiskistofu og löggæslu og lágu viðurlög við brotum.

Á þessum 43 árum hefur hins vegar ríkt að nestu óbreytt ástand varðandi rányrkju landgæða. 

Svonefndri þjóðargjöf Alþingis 1974 var brennt upp í óðaverðbólgu á aðeins áratug. Og enn, 43 árum síðar skortir Landgræðsluna og yfirvöld í málaflokknum lagaheimildir til að beita viðurlögum við rányrkjunni sem hefur valdið meiri jarðvegseyðingu og landsspjöllum en í nokkru öðru landi jarðar. 

Loksins núna er hægt að eygja von, sem lýst er í framtíðarsýn í s0ngljóðinu "Á grænni grein" í bók og á diski undir heitinu "Hjarta landsins". 

Lagið er á Spotify og tónlistarmynband með því á facebook síðu mína verður sett á facebook síðu mína síðar í dag.


mbl.is Nýta verður landið á sjálfbæran hátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband