Sósíalistar með svipaða tölu og kommar í fyrstu, innri órói hjá Miðflokki.

Kommúnistaflokkur Íslands var klofningframboð út úr alþýðuflokknum í upphafi kreppunnar miklu um 1939 og náði fótfestu óánægju með þær málamiðlanir, sem kratar þurftu að gera fyrir aððild að ríkisstjórnum undir forsæti Framsóknarflokksins. 

Fylgið var á svipuðu róli og fylgi Sósíalistaflokksins er orðið nú vegna óánægju með kratíska flokka og hreyfingar og flokka. 

Kommarnir leituðu eftir áhrifum og ítökum í launþegafélögum eins og sósíalistar gera nú. 

Fylgistap Miðflokksins virðist ekki síður stafa af innri ágreiningi um vinnubrögð og stefnumótun en afleiðigar Klausturmálsins. 


mbl.is Fylgi Miðflokksins helmingast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sum atriði úr skaupum verða klassísk og lifa.

Um nokkurt skeið voru gömul Áramótaskaup endursýnd í sjónvarpi. Við það að horfa á þau kom vel í ljós hvað þau endast misvel. 

Eitt þeirra var þannig, að ekkert atriði í því hafði fest í minni. 

Önnur, svo sem skaupið 1986, lifa enn í heild sinni í minningunni, enda snilldarvel farið með atriði eins og leiðtogafundinn í Höfða og drekkingu hvalbátanna í Reykjavíkurhöfn. 

Nefna má atriði af handahófi: Laddi í hlutverki pönkarans á þeim tíma sem sú bylgja stóð hæst, einnig sem lesari fyrir Bjarna Fel að ekki sé minnst á hinn ógleymanlega Magnús bónda, sem upphaflega varð til hjá honum þegar hann sá hjá síðuhafa viðtal, sem verið var að klippa við bændur á einangraðri eyju. 

Edda Björgvinsdóttir sem ölvaða konan á bílnum. 

Skattmann var óborganlegur í samvinnu þeirra Gísla Rúnars Jónssonar og Björns Emilssonar upptökustjóra. 

Upphaf skaupsins sem var undir stjórn Óskars Jónassonar var eftirminnilegt og stenst tímans tönn og enn er í minni Magnús Magnsússon sem ekki gat verið í takt við aðra í Víkingaklappinu. 

Og nú hefur hommaatriðið í skaupinu í fyrrakvöld orðið dæmi um hárbeitt og magnað háð, sem hreyfir við fólki og verður klassískt. 


mbl.is „Gríðarleg viðbrögð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mennskum farfuglum fjölgar. Eðlilega.

Fuglar fundu það út fyrir langalöngu að það er hagkvæmara að færa sig til eftir árstíðum til að hafa ofan af fyrir sér heldur en að vera kyrr og þurfa að slást við allt of marga til þess að lifa af. 

Með því að færa sig til eftir árstíðum stækkuðu þeir búsvæði sín gríðarlega svo að miklu fleiri komust lífs af en ella. 

Ekkert er því eðlilegra en að þegar ferðatæknin er komin á það stig að miklu ódýrara er að ferðast langar leiðir en áður, og að samskipta- og netbyltingin hefur gert fólki kleyft að vinna æ fleiri störf út um allan heim, þá sjái menn hag í því að gerast mennskir farfuglar og eiga bólfestu í fleiri löndum en einu. 

Fuglarnir fundu það út með lögmálinu að hinir hæfustu halda velli, að best væri að heimilin væru á sitt hvorum enda þægilegra búsetuskilyrða og fara aðeins eina ferð í hvora átt, á vorin og á haustin. 

Mennskir farfuglar eru að gera svipað með því að eiga eða hafa aðgang að tveimur heimilum, annað í Suðurlöndum en hitt á Íslandi. 

Sumir líta þröngt á þetta og finnst það bera vott um óþarfa lausung og að við þetta rofni fjölskyldu- og vinatengsl um of. 

En samskiptamiðlarnir hafa gerbreytt þessu og því er hin mennska farfuglabylting fullkomlega eðlileg. 


mbl.is Erfitt að flytja til Tenerife
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband