Smáþjóðirnar tapa meira á útpískuðum leikmönnum.

Króatar hafa vakið undrun og aðdáun víða, ekki síður en Íslendingar, fyrir það í hvað mörgum flokkaíþróttum þeir eru í fremstu röð á heimsvísu.

Ástæðan fyrir þessari undrun er ekki síst sú, að að öðru jöfnu hafa stærstu þjóðirna úr margfalt meira meira mannvali að spila við að skipa í landslið heldur en smáþjóðir, að ekki sé nú talað um örþjóðir eins og Íslendinga.

Nú er að gerast alltof algengt fyrirbæri á stórmótum, að þegar líður á mótið, fara leikmenn, dregið hafa vagninn í ómanneskjulegri útpískun leikjahalds, að hrynja niður.

Og það bitnar harkalega á liðum smáþjóðnna. Þessu verður að linna.    


mbl.is Króatar fyrir miklu áfalli á HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamast við að gera Klausturmálið að nýju sakamáli.

Tveimur mánuðum eftir að ný tegund klausturlifnaðar var stundaður  er hamast við það í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum hjá sumum í hópi stuðningsmanna Klastursfólksins að reyna að halda málinu gangandi á þeim nótum að hið raunverulega sakamál sé samtvinnað samsæri, nú orðið að hefndarherferð Steingríms J. í kjölfar saknæmrar árásar Báru Halldórsdóttur inn í einkalif Alþingismanna. 

Á bloggsíðu eru viðraðar grunsemdir um að upptaka Báru sé fölsuð.

Sé svo, hvað þá um játningar Klausturfólsins?


mbl.is Segir þingforseta svala hefndarþorsta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of mikil bylting á svona einfaldan hátt?

Þegar fyrstu farsímarnir, stærðar hlunkar, voru teknir í notkun hér á landi, hefði sá maður verið talinn snarbilaður, sem hefði orðað þann möguleika Skype að geta talað í gegnum smá vasasímasíma augliti til auglitis við annan mann eða fleiri yfir þveran hnöttinn.

Frá einhverjum fundinum um tæknilega möguleika á beinum útsendingum í nýstofnuðu íslensku sjónvarpi fréttist að sagt hefði verið:

"Nei, ekki þetta. Þetta er nýjung og reynslan sýnir að allar nýjungar hafa reynst okkur varasamar og margar til hreinnar bölvunar." 

Þessi orð koma í hugann þegar lesið er um magnaðar hugmyndir á þessu sviði hjá fyrirtækinu OZ.

 


mbl.is Vilja umbylta útsendingum frá íþróttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband