Skógurinn sem enginn fær að sjá í fjölmiðli.

Sveitarstjórn Reykhólaleið hefur "samþykkt" "tilboð, sem ekki er hægt að hafna", sem er gamalkunnug aðferð til nota afgerandi hótanir til að kúga fólk til hlýðni með afarkostum. 

Settir eru fram tveir kostir um Vestfjarðaveg um Reykhólahrepp:

Annað hvort eiga þau í hreppsnefndinni að vera hlýðin og samþykkja kostinn, sem Vegagerðin heimtar að sé tekinn, eða að það verði ekki verði lagður neinn nýr vegur.

Nú hefur klofin sveitarstjórn "samþykkt" afarkostina og þessu "samþykki" er slegið upp í fréttum.

Ýmis önnur gamalkunnug brögð hafa verið notuð við að valta yfir heimamenn, og fyrir því standa öfl sem gjarnan hafa hreykt sér af því að standa vörð um vilja heimamanna, svo sem skipulagsvald þeirra.

Göng undir Hjallaháls voru slegin út af borðinu með augljósum reikningskúnstum og enn hefur ekki sést mynd af Teigsskógi sjálfum í fjölmiðlum.    


mbl.is Sveitarstjórn samþykkti Teigsskógarleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helsta undirrót heimsstyrjaldanna er sprellifandi.

Heimsstyjöldin, sem braust út í Asíu 1937 eða í Evrópu 1939 eftir því frá hvaða sjónarhóli menn líta það, snerist um nýlendustefnu í víðri merkingu þess orðs.

Nýledustefna átti einnig drjúgan þátt í Fyrri heimsstyrjöldinni sem var eins konar fyrri hálfleikur. 

Japanir þráðu að komast í klúbb vestrænu nýlenduveldanna, sem áttu nýlendur, bæði beinar (Bretar, Frakkar og Hollendingar) og óbeinar (Bandaríkjamenn), og réðust því á Kínverja 1937.

Þjóðverjar öfunduðu Breta og Frakka af nýlendum þeirra og vildu endurheimta þýsku nýlendurnar í Afríku auk þess sem Hitler stefndi að yfirráðum yfir Evrópu, þar sem slavnseku þjóðirnar yrðu undirokaðar og skilgreindar sem óæðri kynþáttur.

Þótt nýlendustefnan liði að nafninu til undir lok á árunum 1945-1960 hefur hún í raun haldið velli síðan.

Bandaríkjamenn tóku við af Frökkum í Víetnam og Rússar undirokuðu Austur-Evrópuþjóðirnar.

Í þriðja heiminum sjá stórfyrirtæki um áframhaldandi arðrán.

Eitt stórfelldasta arðránið felst í tollamúrum og stórfelldum stuðningi vestrænna ríkja við innlendan landbúnað sem skekkir svo mjög samkeppisaðstöðu ríkja utan Evrópu og Norður-Ameríku í verslun á búvörum, að jafngildir því að ræna þróunarlöndin lífsbjörginni.  

  


mbl.is Kölluðu sendiherra á fund vegna ummæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upphaf Seðlabankamálsins: "Peningarnir urðu til hérna í bankanum."

Upphaf listaverkamáls Seðlabanka Íslands má rekja hálfa öld aftur í tímann þegar Jóhannes Nordal, fyrsti  Seðlabankastjórinn, var af sumum stundum talinn valdamesti maður landsins.

Þegar verðbólga var sem mest gátu gengisfellingar orðið allt að tvær á ári, og þær fóru þannig fram, að Jóhannnes kallaði til blaðamannafundar og tilkynnti:

"Seðlabanki Íslands hefur, að höfðu samráði við ríkisstjórn Íslands, ákveðið að fella gengi íslensku krónunnar um xx prósent."

Og þar með var það ákveðið.

Enginn viðlíka yfirburðamaður hefur setið á valdastóli Seðlabankns í sögu hans að dómi síðuhafa.

"Sem kóngur ríkti hann meður sóma og sann" mörg sumur á landinu bláa. 

Fleiri sýndu snilli á þessum árum. Sifelldar gengifellingar voru afar óvinsælar, og greip einn fjármálaráðherra þessara ára til þess snjallræðis að kalla þær "gengissig í einu stökki."

Róaðist þjóðin við það.

Enn snjallari var Seðlabankastjórinn þó.

Þegar upp komst að hann hafði látið Seðlabanka Íslands starfrækja eins konar neðanjarðarhagkerfi í fjárveitingum til menntamála framhjá stjórnarskrárvörðu fjárveitingavaldi Alþingis með því að láta Seðlabankann kaupa listaverk fyrir tugi- ef ekki hundruð milljónir króna á núvirði og liggja síðan á þessu einstæða listaverkasafni eins og ormur á gulli að forspurðum fulltrúum Alþingis, hins raunverulega eiganda verðmætanna og peninganna, feykti Seðlabankastjórinn þessari hörðu gagnrýni út í hafsauga með einni snilldar setningu:

"Peningarnir urðu til hérna í bankanum."  

Við framsetningu þessarar íðilsnjöllu hagfræði féllust ráðþrota gagnrýnendum hendur og hefur ekki verið minnst á þetta síðan, - úrskurðurinn stendur enn.

Myndast hefur hálfrar aldar hefð fyrir því að innan veggja Seðlabankans ríki, auk sértæks fjárveitingavalds og hagkerfis,  sérstakt vald yfir mati á listaverkum, sem urðu til í bankanum, nokkurs konar allsherjar leiðarstef á landi hér í almennu listaverkamati til útskúfunar eða velþóknunar í boði bankans.

Margt kemur til greina, svo sem að sveipa búrkum til öryggis um varasamar styttur og málverk.  

 


mbl.is Héngu á skrifstofu karlkyns yfirmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband