Hvers vegna er Sjálfstæðisflokkurinn með 40% fylgistap?

Frá stofnun Sjálfstæðisflokksins 1920 til 2013 naut flokkurinn í kringum 40% fylgis á landsvísu og komst í 48% 1931.

Allt til 1994 var flokkurinn með meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, að undanskildum árunum 1978-82; fylgið komst 1959 og í valdatíð Davíðs Oddssonar, - og fylgi Sjalla allt til 2010 nægði til að leiða meirihluta að mestu á árunum 2006-2010.

En síðan 2010 hefur fylgi flokksins verið aðeins  um helmingur þess sem áður var.

Hrun.

Og á landsvísu hefur ástand hruns líka ríkt síðan 2009 með 40% minna fylgi en var fyrir 2009.

Hvers vegna hefur þetta gerst? spyrja margir. 

Góð spurning.    


mbl.is Þykir alltaf vænt um Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað um bílljósin?

Af einhverjum ástæðum virðist oft erfiðara að mæta nýjustu bílunum með skæru LED-ljósin sín í myrkri en bílum með eldri ljósum.

Hvers vegna?

Margir ökumenn slíkra bíla virðast líka svo uppnumdir af þeirri ljósadýrð sem öflugur ljósabúnaður bíla þeirra gefa, að þeir beita honum langt umfram þarfir, öðrum vegfarendum oft til erfiðleika og skapraunar. 

Síðan er mibeiting ljósa við akstur á efti öðrum bílum efni í heilan bloggpistil. 


mbl.is LED-lýsing getur haft áhrif á svefn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Görótt blanda en óhjákvæmileg.

Í aðdraganda Hrunsins komu þau gömlu sannindi í ljós að peningar og stjórnmál eru eitruð blanda, Það hefur sannast víða um heim, til dæmis í Bandaríkjunum þar sem meirihluti vinnu þingmanná fer í þjónkun við fjársterkustu fyrirtækin og auðkýfinga, sem styðja þingmenn beint. 

Það er engin tilvilljun að Trump gerir hvað hann getur til að losa hömlur af því auðræði sem ásamt tilheyrandi spillingu er einn helsti dragbíturinn á bandarísku lýðræðisþjóðfélagi.

Öll félagsleg starfsemi þarf einhver framlög eða fjármuni til þess að koma boðskap á framfæri. 

Það er af þessum sökum sem það er illskárra, þótt það þyki geta falið í sér görótta blöndu og því fylgi gallar, að styðja nauðsynlega starfsemi stjórnmálaflokka af opinberu fé.

Lýðræði kostar peninga.  

En miklu skiptir að gera það á sem sanngjarnastan hátt auk þess að setja jafnframt sem skynsamlegastar reglur um beinan stuðning einstaklinga og fyrirtækja.    


mbl.is 744 milljónir króna til flokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband