Man einhver Keikó og örlög hans?

Um hríð var nafnið Keikó komið nálægt nafninu Björk sem þekktasta nafn á íslenskri "persónu."

Örlög Keikós af mannavöldum ættu að vera sem flestum þörf áminning um þá ábyrgð sem "hinum viti borna manni" hefur gagnvart lífi og náttúru á jörðinni. 

Mestallt líf Keikós var hann rændur eðlilegu lífi og veslaðist upp um aldur fram. 

Fyrst var hann veiddur og seldur vestur um haf sem ígildi verðmæts varnings, sem hægt væri að græða á. 

Þegar kvikmyndin "Free Willy" og frábært lag Michaels Jackson hafði gert Keikó að heimsfrægum leikara, gramdist dýravinum það eðlilega mjög hvaða örlög þetta heimsfræga dýr hafði hlotið, sem nú malaði gull fyrir kvikmyndaiðnaðinn og tónlistariðnaðinn, og útveguðu fé til rándýrrar "frelsunar" hans og flutnings til upprunalegra heimkynna hans við Íslands. 

Stærsta herflutingaflugvél Bandaríkjshers var leigð til rándýrs flutnings með Keikó til Vestmannaeyja.

Reynt var að lenda við óboðlegar aðstæður, og í harkalegri lendingunni skemmdist risaþotan svo mikið að viðgerðin á henni kostaði morð fjár.

Fyrst var Keikó geymdur i girðingu við innaiglinguna til  að "aðlagast" breyttum aðstæðum.

Auðvitað var það vonlaust mál, því að hann hafði verið svo ungur þegar honum var rænt á Islandsmiðum. 

Keikó lenti á vergangi þegar hann slapp úr prísundinni og þvældist alla leið til Noregs.

Síðuhafi fór til að heimsækja hann skömmu áður en hann drapst, en það reyndist óhjákvæmlegt að koma honum í skjólkví og annast hann.

Honum leið augljóslega illa og veslaðist upp um aldur fram.

Fyrstu uppvaxtarárin við Ísland voru líklega eini tími lifs hans, þar sem honum leið vel við eðlileg skilyrði, frjáls og aðeins háður eðlilegu náttúrulegu umhverfsi, áður en mennirnir rændu hann raunverulegu frelsi og toguðust á um hann, dýrinu til ógagns, þótt enginn efist um góðan hug dýravina. 

Örlög Keikós urðu, að hann fékk aldrei að njóta sín, heldur varð hann utangátta einstæðingur á alla lund. 

Harmsaga hans var þó vonandi ekki til einskis því að með henni fékkst dýrmætur lærdómur.

Það verður vonandi ekki gerð á ný sams konar tilraun og gerð var til að frelsa hann frá afleiðingum misgjörða misvitra manna.

 

 

 

 

 


mbl.is Kayla drapst eftir stutt veikindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halló! Ígildi drepsóttar eða faraldurs í gangi. Fleiri refsipunkta?

Í lítilli og lítt áberandi frétt frá Samgöngustofu á einhverjum netmiðlinum um daginn var greint fra því að í gangi sé eins konar faraldur í umferðinni sem hefur hefur gert "fjarverandi vegfarendur", (nýyrði síðuhafa) þ. e. ökumenn og aðra, sem eru uppteknir í símum eða við annan lestur og hlustun, að mestu slysaógn umferðarinnar.

Þetta er alveg ný ógn, á miðjum framfaratíma 21.aldarinnar. 

Fórnarlömbin eru oftast varnarlaus, - til dæmis þegar ekið er skyndilega yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir umferð á móti. 

Samt má telja líklegt, að slysin og öhöppin af völdum þessa fyrirbæris séu miklu fleiri en slysavaldarnir vilja viðurkenna.  

Hér á síðunni var farið yfir orsakir eins slíks lítt áberandi slyss um daginn, en það er til marks um hve algeng þau eru orðin, að þegar síðuhafi ræddi í síma við vin sinn um svipað leyti, bar hann sig ekki vel eftir að hafa lent í slíku slysi, þótt hann sjálfur hefði mátt þakka fyrir hve vel hann slapp úr því. 

Þetta slys var ansi dæmigert:

Hann stöðvaði bíl sinn við rautt umferðarljós en sá í baksýnisspeglinum bíl í nokkur hundruð metra fjarlægð koma á fullri ferð aftan að sér.

Vinur minn gat ekkert gert við því, bíðandi á rauðu ljósi, að hinum aðvífandi bíl var ekið aftan á hann í svo harkalegum árekstri, að bílarnir voru ónýtir á eftir. 

Eftir að síðuhafi fór að nota vespuvélhjól í umferð um götur borgarinnar var hægt að fylgjast betur með hegðun ökumanna við gatnamót en áður, til dæmis í kyrrstöðu þeirra við rauð umferðarljós, af því að lítið vélhjól er handhægara en bíll og gefur knapanum mun betri sjónarhorn en frá bílstjórasæti.

Ástæður hins nýja faraldurs blasa við: Það er skuggalega algengt hvað margir ökumenn eru uppteknir í símum sínum, - miklu fleiri en fólk heldur. 

Í tengdri umferðarfrétt er greint frá háum sektum fyrir hraðakstur og símanotkun. 

Hins vegar er áberandi hve margir hinna brotlegu eru á kraftmiklum og eyðslufrekum bílum og hugsanlega í þeirri aðstöðu að sektir hafi engin áhrif á þá. 

Eitt, sem hugsanlega væri til ráða auk bætts eftirlits er að gefa fleiri refsipunkta. 

Það munar um þá. 

  

 

 

 

 


mbl.is 240 þúsund króna sekt fyrir hraðakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yrðum samt með hádegið meira en hálftíma of seint.

Eina staðreynd verður að hafa i huga þegar hugað er að stillingu klukkunnar hér á landi miðað við sólargang:

Núverandi klukkan er rosalega fljót, því að jafnvel þótt klukkunni yrði flýtt um klukkustund frá því sem nú er, yrði hádegið áfram rúmlega  hálftíma eftir klukkan tólf hjá þorra landsmanna.

Hin raunverulega lína á milli eins tímabeltis vestan GMT og næsta tímabeltis þar fyrir vestan liggur um 22 gráður og 30 minútur v.l. þannig að Suðurnes með Keflavíkurflugvelli, Snæfellsnes og mestallir Vestfirðir myndu lenda tveimur tímum á eftir GMT tímabeltislínan yrði bein frá suðri til norðurs.      

Þess vegna er það ekki rétt að klukkuseinkunarsinnar hafi einhvern ósanngjarnan sigur með færslu klukkunnar hvað varðar "rétta" klukku, heldur hafa landsmenn aðeins nálgast það að láta klukkuna endurspegla sólarganginn.  


mbl.is Mikill meirihluti vill seinkun klukku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög óvenjulegt flugslys.

Milljón flugvélar eru í notkun í heiminum og því er margt sem getur gerst. En flugslysið í Nepal í fyrra var afar óvenjulegt. 

Að visu er ákveðinn blær yfir flugvellinum í Katmandu vegna hrikalegs fjallalandslagsins og flugs að og frá honum, en þó er það ekkert óviðráðanlegt með nútíma flugtækni.

Þess vegna kom það síðuhafa í opna skjöldu á sínum tíma að lesa skýrslur um þetta flugslys og það, að það gæti tekið tíma að komast að niðurstöðu um orsök þess, sem virtist jafn mikið "úti á túni" og brotlendingin sjálf varð. 

Kom alveg upp úr þurru.

Niðurstaðan er jafn óvenjuleg og flugslysið og aðdragandi þess: Taugaáfall flugstjórans.

En meðan flug er, þrátt fyrir alla sjálfvirknina, jafn háð beinni stjórn manna, gildir sennilega það sem faðir siðuhafa hafði stundum á orði: "Svo er margt sinnið sem skinnið." 

 

   "

 

 


mbl.is Flugstjóri fékk taugaáfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband