Varað við ónýtum merkingum á þekktustu hjólabraut landsins,

Úr því að varað er við rusli í Öskjuhlíð í tengdri frétt á mbl.is er kannski ástæða til þrss að vara við lúmskri hættu sem finna má á einstökum stöðum í hjólastígakerfi borgarinnar, þótt stórstígar framfarir hafi orðið á því sviði.

Líklega er hjóla- göngubrautin með tveimur brúm þvert yfir Elliðaárnar og Geirsnef þekktasta og dýrasta framkvæmd af sínu tagi hér á landi. En um leið mikil þjóðþrifaframkvæmd vegna þess mikla sparnaðar sem felst í fækkun avarlegra slysa.   

Hún stytti nefnilega ekki aðeins leið hjóla- og göngufólks yfir Elliðaárnar um minnst 600 metra heldur skapaði hún möguleika á að stórminnka þá slysahættu, sem fylgdi því að gangandi fólk og hjólreiðafólk reyndi annars að fara inni í hraðri og þéttri bílaumferðinni inni í þeim meginkrossgötum höfuborgarsvæðisins og landsins sem eru á svæðinu Ártúnshöfði-Mjódd.

Hönnun þessa tímamótamannvirkis átti að standast ströngustu alþjóðlegar kröfur en gerir það ekki og hefur ekki gert það vegna skorts á merkingum eða skorti á viðhaldi á þeim.  

Sem er merkilegt út af fyrir sig, því að fyrir því var haft strax í upphafi að setja upp þessi fínu ljósker niðri við jörð meðfram köntum hinnar malbikuðu brautar.  

Þó var ekki farin öll leiðin í því efni heldur skildar eftir tvær dimmar beygjur þar sem slíkra merkingar hefði verið nest þörf.

Verra er þó að miðlínumerkingunni á tvístefnuaksturs hjólastígnum hefur ekki verið haldið við, þannig að hún ýmist sést ekki eða að það grillir ógreinilega í hana,  

Hjólamaður, sem kemur úr vestri að vesturenda þessarar leiðar sér ekkert sem gefur upplýsingar um hana heldur aðeins endann á tveimur áþekkum malbikuðum brautum framundan með graseyju á milli, svona eins konar smækkaðri gerð af tvöfölduðum þjóðvegi með einstefnu í sitt hvora átt, sitt hvorum megin við graseyjuna. Mini tvöfölduð Reykjanesbraut.

Ef miðjumerkingin væri í lagi myndi eðli stígsins blasa við honum. 

Þessi hjólamaður sér hins vegar enga miðjumerkingu og gæti því allt eins hjólað áfram á svipaðan hátt og sést svo oft gert hér á landi, plantað sér niður vinstra megin af gömlum vana.

Ef hann heldur áfram á þennan hátt, hjólar vitlausu megin á móti tvístefnuumferðinni,stefnir í árekstur nema hann sjái í tíma villu síns vegar ef hjól kemur á móti.

Ef hann er hins vegar svo óheppinn að hann mæti hjóli í beygju sér sá, sem kemur á móti, ekki hina óvenjulegu og ólöglrgu stöðu hins hjólamannsins,vegna þess hve hjólastígurinn er mjór.

Síðastliðinn miðvikudag varð þarna í aflíðandi beygju hjólaslys með beinbroti vegna þess að hjólamaður á austurleið missti sjónar því hvar á hinni mjóu tvístefnakbraut hann var og hjólaði vitlausu megin á móti umferð úr gagnstæðri átt svo að úr varð árekstur,

Furðulegt er að hjólabrautin er aðeins 2,50 m breið, en brautin fyrir gangandi fólk 2,90 m. 

Þó er hraði og þungi hjólanna mun meiri og meðalmaður 0,43 sm breiður, en breidd hjóls 0,70 - 0,90 m, 

Líklega hefði umrætt slys síður orðið þarna ef nerkingar hefðu verið í lagi og brautin breiðari. 

 

  


mbl.is Varað við beittum stálbitum í Öskjuhlíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband