Jafnvel neytt aflsmunar.

Grimm regla númer eitt fyrir gangandi og hjólandi: Gerðu ráð fyrir því að enginn sjái þig, að þú getir átt von á því að hver sem er í kringum þig geti tekið upp á næstum hverju sem er. 

Allir eru innifaldir, gangandi, hjólafólk, ökumenn. 

Og allir geta gert mistök. 

Innan um leynist  jafnvel einn og einn sem jafnvel getur átt það til að neyta yfirburða bílsins yfir gangandi og hjólandi í trausti þess að sá, sem svínað er á, þori ekki annað en að vægja.

Síðuhafi hefur lent í slíkum aðstæðum, en oftast er þó um annað að ræða, svo sem fljótfærni, kæruleysi eða gáleysi í svona undantekningartilfellum.

Í blaðagrein einni var því ranglega haldið fram að hjólreiðafólk mætti ekki fara á hjóli eftir gangbraut yfir akbraut, heldur væri því skylt að fara af baki og leiða hjólið. 

Síðuhafi hefur borið þetta undir tvo af fróðustu Íslendingum um þessi mál og segja þeir þessa fullyrðingu ekki ekki rétta. 

En í umræddri grein voru ökumenn hvattir til að beita sér í þessu máli.

 


mbl.is Boða til mótmæla í kjölfar slyss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltof mikið um ofsaakstur.

Aukin löggæsla á götum og þjóðvegum er ekki bara spurning um auknar tekjur í ríkiskassann í formi sektargreiðslna, heldur ekki síður spurning um aukið umferðaröryggi og gríðarlegan sparnað, sem fylgir minnkandi tjóni í formi færri umferðarslysa og óhappa.

Þótt síðuhafi sé vegna breyttra verkefna ekki eins mikið á flandri og oftast fyrrum, enda lítið um eldgos eins og er, og breyttur ferðamáti hans hafi fært hann inn í aðra tegund umferðar, eru dæmi um gróf umferðalagabrot, háskaakstur og ofsaakstur alltof áberandi og sum þeirra framkvæmd við þær aðstæður, að viðkomandi ökuníðingur virðist nýta sér ofsahraðann, oft í þéttri umferð, beinlínis til þess að verða horfinn sjónum vitna á sem allra skemmstum tíma. 

Það verður að fara að taka til hendi í þessum málum.


mbl.is Ökuníðingurinn fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband