Ástand hafsins og sjálfbærni sjávarnytja er stórmál.

Einbeittir andstæðingar orkuskipta gæta þess vandlega þegar þeir halda uppi standslausri afneitunarumræðu um loftslagsmál að minnast aldrei á súrnun sjávar eða ástand hans.

 

Og það sama á við um það hvernig jarðefnaeldsneyti og fleiri auðlindir fara þverrandi vegna rányrkju, hvað sem loftslagsmálum líður. 

Þessi viðleitni kuldatrúarmannanna er skiljanleg, því að það er erfiðara bera brigður á ástand sjávar og auðlinda heldur en að tala í síbylju um að loftslag fari ekki hlýnandi og jöklar ekki minnkandi, heldur sé það þveröfugt. 

Einnig tíðkast mjög að slengja fram fullyrðingum um að bruni í rafbílum séu margfalt tíðari en í eldsneytisknúnum bílum, þótt tölurnar sýni hið þveröfuga. 

En um súrnun sjávar er bæði erfiðara að kasta rýrð á mælingarnar á því og á þau stórfelldu neikvæðu áhrif sem súrnun og mengun hefur, meðal annars á kóralrif heimsins og kalk, sem er undirstaða mikils hluta sjávarlífs. 

Því er val að umhverfisráðherrar Norðurlanda hafi nú undirritað yfirlýsingu um sjálfbærni í nytjun sjávarlífs, þótt orðin ein og sér dugi ekki, eins og Greta Thunberg hefur bent á. 


mbl.is Sjórinn er mikilvæg matarkista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband