Hitler tapaði stríðinu vegna innistæðulauss áróðurs.

Í aðdraganda Seinni heimsstyrjaldarinnar var að vísu engin facebook, en Adolf Hitler og Joseph Göbbels kunnu sitt áróðursfag og notuðu yfirgengilegar skrautsýningar og fjöldafundi auk útvarps og dagblaða til þess að hamra á því í ræðum Hitlers, hvílíka yfirburði svonefndir Aríar hefðu í hernaðartækni og framleiðslu hergagna. 

Með því að hámarka hervæðinguna útrýmdi Hitler atvinnuleysi í Þýskalandi á sama tíma sem þjóðir verðandi Bandamenna glímdu við atvinnuleysi og kreppu af áður óþekktri stærð. 

En 1942, á fjórða ári stríðsins, var að koma annað hljóð í strokkinn, og er fróðlegt að kynna sér útvarpsræðu Hitlers til þjóðar hans og einnig orðræðu hans við Mannerheim, þegar fór á fund hins finnska þjóðarleiðtoga til að ræða um stríðið. 

Það var að verða ljóst, að stríðið myndi tapast af orsökum, sem voru jafngamlar hernaðarsögunni: Færri hermenn og lakari og færri hergögn. 

Hitler viðurkenndi í útvarpsræðunni og samtalinu við Mannerheim, að hann hefði ekki órað fyrir því að Bandaríkjamenn gætu framleitt 50 þúsund frábærar flugvélar á ári, hvað þá að Rússar gætu, eftir að hafa misst allt að helming iðnaðarsvæða sinna, frameitt meira 30 þúsund flugvélar árlega og hverki meira né minna en meira en 80 þúsund skriðdreka af aðeins einnig tegund, besta skriðdreka stríðsins, T-34. 

Þessi framleiðsla Bandamanna var margfalt meiri og betri en framleiðsla Öxulveldanna. 

Í bloggpistli hjá Halldóri Jónssyni er greint frá framleiðslu B-24 sprengjuflugvélanna, sem voru fjögurra hreyfla og eitt af táknunum um mun stærri og betri sprengjuflugvélar en Öxulveldin áttu;  gott dæmi um þá yfirburði Bandamanna, sem Hitler játaði 1942 að hann hefði ekki órað fyrir.   


mbl.is „Facebook hefði leyft Hitler að kaupa auglýsingar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Jepparuglið" alls staðar.

Nú má sjá á bílafréttum á mbl.is tvær fréttir af "jeppa"ruglinu, sem veður yfir allan bílaiðnaðinn og felst í því að skilgreina bíla, sem eru í raun aðeins venjulegir fólksbíla, sem jeppa eða sportjeppa, jafnvel þótt það sé ekki hægt að fá viðkomandi bíla með fjórhjóladrifi.Aston Martin Jeppi  

Aston Martin er með nýjan "jeppa" sem er með hvorki meira né minna en 16,8 sentumetra veghæð! 

Mikið er lagt upp úr því að hafa felgurnar sem stærstar, helst 18 til 22ja tommu, en á móti eru dekkin höfð svo breið og þunn, að þau þola varla akstur á venjulegum malarvegi. 

Gamla Volkswagenbjallan var með 20 sem veghæð og engum datt í hug að kalla Bjölluna jeppa.  Tazzari á hleðslustöð

16,8 sm veghæð er sama veghæð og á ör-rafbíl síðuhafa og aðeins einum sentimetra hærra en er að meðaltali á fólksbílaflotanum. 

Og önnur frétt er um það, að nú verði dregið stórlega úr jeppaeiginleikum Range Rover og lúxus og þægindi hafin í öndvegi. 


mbl.is Úr sportbílum í jeppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ennþá er viðfangsefnið ofviða þjóðum heims.

Loftslagsváin svonefnda er hluti af enn stærra máli, rányrkju á auðlindum jarðar, sem helst í hendur við mannfjölgun, sem hefur verið óviðráðanleg hingað hvað heildina varðar, og hina linnulausa kröfu um endalausan hagvöxt, sem er enn annar hluti vandans. 

Mannfjölgunin er að vísu ekki vandamál á Vesturlöndum út af fyrir sig. Ölduðu fólki fjölgar en fæðingum og yngra fólki fækkar. 

Þótt bent sé á, að það sé hluti af lausn að flytja ungt fólk til Vesturlanda frá suðlægari löndum, þar sem þurrkar, hitar og gróðureyðing valda neyð, er umfangið svo stórt, að í ljósi reynslunnar af mun minni fólksflutningum hingað til, vex hið nýja vandamál um of. 

Jafnvel þótt kenningin um loftslagsvanda af mannavöldum væri röng, eru stóru línurnar þess eðlis í þessu máli, að aðgerðir í útblástursmálum með útskiptum á orkugjöfum eru ómissandi hluti af óhjákvæmilegri viðspyrnu við þeirri staðreynd, að olíuöldin; - sem er einstæð á alla lund í sögu mannkynsins; þessi öld ofurneyslunnar;  mun enda á 21. öldinn álíka hratt og hún hófst fyrir rúmri öld. 

 

 


mbl.is Magn gróðurhúsalofttegunda aldrei meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband