Var, er og verður því miður áfram mesta ógnin.

Sömu rök gilda um tvær stærstu ógnirnar, sem mannkynið stendur frammi fyrir:  Annars vegar þurrð auðlinda og loftslagsbreytingar en hins vegar tilvist kjarnorkuvopna. 

Um hvort tveggja ætti það að gilda að náttúran og mannkynið eiga að njóta vafans. 

Af þessu tvennu er tilvist kjarnorkuvopna miklu alvarlegra mál, vegna þess að stríð sem gæti eytt öllu lífi á jörðinni á nokkrum klukkustundum, getur hvenær, sem er, skollið á fyrir mistök eða rangar ákvarðanir, eins og sannaðist óþyurmilga fyrir 36 árum. 

Þá var það bilun í tölvu sem skóp hættuna en hugrakkur og skynsamur starfsmaður tók erfiða ákvörðun, sem reyndist vera rétt. 

Í umræðunni núna um loftslagsvána er stundum rætt um kjarnorkukvíða unga fólksins í Kalda stríðinu sem eitthvað fjarlægt fyrirbæri, sem væri löngu horfið. 

Nefnt er að kjarnorkuvopnum hafi verið fækkað mikið, en í raun skiptir það litlu máli hvort það hafi verið dregið þannig úr eyðingargetu þeirra að áður hafi þau getað drepið kjarnorkuþjóðirnar tíu sinnum en aðeins tvisvar sinnum nú. 

En kvíði unga fólksins ætti að vera skiljanlegur ef þess er gætt, að nú hefur lofstslagsváin bæst við kjarnorkuvána. 

 


mbl.is Páfi segir kjarnavopn „ósiðleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Eitthvað annað" malar gull.

Gamalt íslensk máltæki, "bókvitið verður ekki í askana látið," var óspart notað af stóriðjufylgjendum fram yfir 2010 á þann hátt að fullyrða að aðeins stóriðja gæti "bjargað íslensku atvinnulífi" og að fánýtt væri að tala um "eitthvað annað". 

Var fjallagrasatínsla nefnd í sibylju um fánýti þess sem flokkaðist sem "eitthvað annað."

Þó lá fyrir, að enda þótt öll orka Íslands yrði virkjuð fyrir alls sex til sjö risaálver, myndi aðeins um 2 prósent íslensks vinnuafls verða við stóriðjuna. 

Eftir ferðamannafjölgunina gríðarlegu upp úr 2010 kom í ljós, að fjðlmargt, sem tengdist öðru en framleiðsla á hráefni fyrir erlend stórfyrirtæki, en spratt af hugviti og frumkvöðlastarfsemi eða tengdist menningu og listum, gat gefið svo miklar tekjur, að það nægði til að skapa mesta og lengsta hagvaxtar- og uppgangstímabil sögu landsins. 

Senn hefur Ragnar Jónsson selt milljón eintök af bókum sínum erlendis, og áður en bók Andra Snæs Magnasonar "Sagan um tímann og vatnið" var komin út hafði þegar verið beðið um að þýða hana á 25 tungumál. 

Listinn yfir "eitthvað annað" er lengri en hægt verði upp að telja og dæmin óteljandi 

Í dag greinir til dæmis frá áformum Balatazar Kormámks um uppbyggingu kvikmyndavers í Gufunesi þar sem áður var Áburðarverksmiðjan. 


mbl.is Milljónasta bók Ragnars seldist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband