Þeim, sem hafa viljað línur í jörð, kennt um.

Sérkennilegt en þó fyrirsjáanlegt er að sjá og heyra þau viðbrögð ráðamanna, að það sé umhverfisverndarfólki að kenna hvernig raflínukerfið í landinu hefur brugðist. 

Þar er margt að athuga áður en slíkum leik er haldið áfram og þarf að svara ýmsum spurningum. 

Hvernig stóð á því að ein allra nýjasta línan, Þeystareykjalína, sem er stóriðjulína fyrir kísilverið á Bakka, var meðal þeirra fyrstu, sem biluðu?  

Umhverfisverndarsamtök, sem vildu fá meira af línunumm milli Kröflu, Þeystareykja og Húsavíkur í jörð, urðu að beygja sig fyrir kröfum Landsnets um sem beinasta loftlínu. 

Nú er þeim, sem vildu meira af línum í jörð, kennt um að loftlínur hafi bilað!

Um Blöndulínu 3 hefur staðið styrr undanfarin ár vegna eindæma þvermóðsku Landsnets um að vaða með risa loftlínu frá Blöndu austur um Miðnorðurland. Og fara meira að segja þvert yfir Kjarnaskóg og fyrir brautarenda á Akureyrarflugvelli með tilheyrandi truflun á öryggis flugvallarins! 

Ekki er annað að sjá, en að viðgerðirnar núna séu á línum utan þessa svæðis, í ytri byggðum Norðurlands. En samt fullyrðir ráðherra á vettvangi í kvöldfréttum, að bilanirnar séu umhverfisverndarfólki að kenna þótt fyrir liggi, að það fólk reyndi að fá Landsnet til að leggja meira af Blöndulínu í jörðu. 

Landsnet bar á sínum tíma fyrir sig hundruða milljóna króna athugun sem það hefði keypt og syndi að línur í jörðu væru margfalt dýrari en loftlínur. 

En Landsnetsmenn vildu ekki verða að ósk um að leyfa andmælendum línunnar að sjá skýrsluna. 

Þegar þeir voru síðan skikkaðir til þess í krafti upplýsingalaga að afhenda skýrsluna, kom svarið: Því miður, hún er týnd!  

Vísa má í umfjöllun Karls Ingólfssonar um línumálin á facebook, og i færslu Jóns Bjarnasonar á netinu þar sem kemur fram að línan milli Blöndu og alla leið austur í Fljótsdal skapaði ekkert af þeim vandræðum sem umhverfisverndarfólk og landeigendur eru nú sakaðir um að hafa valdið. 

Og nú fljúga um netið fullyrðingar um að það sé hundrað sinnum dýrara að leggja línur í jörð en að hafa þær á staurum og möstrum. 

Slíkar "fréttir" eru því miður ekki einsdæmi, þvi að fyrir nokkrum dögum flaug sú "frétt" um netheima, að hver strætisvagn mengaði á við 7500 einkabíla! 

Svo langt gekk þessi dómadagsvitleysa, að fréttastofa eins ljósvakamiðilsins sá sig til knúna að leita réttra upplýsinga um málið og greina frá niðurstöðunni af því. 


mbl.is Skort stuðning við uppbyggingu kerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ungliðarnir varpa ljósi á stöðu íslenskunnar.

Kveðskapur á vegum ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna, sem nú er á ferli á netmiðlum, varpar ljósi á bága stöðu íslenskrar tungu, því að ætla má að það sé komandi forystufólk í stjórnmálum og menningu, sem þarna lætur ljós sitt skína. 

Höfundar þessa kveðskapar virðast enga tilfinningu hafa fyrir þeirri hrynjandi, sem felst í ljóðagerð Jóhannesar úr Kötlum, heldur skrumskæla, þverbrjóta og kaffæra fyrirmynd kveðskapar síns all hressilega. 

Enn verra er þó, hvernig rími er beitt þannig að kengbeygt er það einkenni íslenskunnar að áhersla sé jafnan á fyrsta atkvæði hvers orðs. 

Er brjóstumkennanlegt að sjá útkomuna. 

Tvö dæmi, þar sem áherslurnar hjá komandi menntamálaráðherraefnum eru með feitu skáletri:  

 

"...stinnur upp úr baði...

"...af auglýsingamarkaði." 

og

"...með gráa hausinn sinn..."

"auglýsingatíminn."

 

Hugsanlega er í uppsiglingu endurbót á kveðjunni "Gleðileg jól", sem komin er á kreik. 

Oftar en einu sinni hef ég heyrt fólk segja: "Eigðu gleðileg jól." 

Næsta skref gæti hugsanlega orðið að hætta að segja "Til hamingju með daginn", en segja í staðinn: "Eigðu hamingju með daginn."


mbl.is Takast á í bundnu máli á Twitter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðgarðaflóran vestra og lækning lofthræðslu.

Suðvwsturríki Bandaríkjanna eru að mestu óþekkt meðal Íslendinga.

Þó býður þessi hluti Bandaríkjanna upp á einhhver stórkostilegustu og fjölbreyttustu náttúruundur heims og nafnalistinn er langur: Yosemete, Grand Canyon, Zion, Sequia, Bryce Canyon, Arches, Grand Teton o.s.fv, o. s. frv. 

Bandaríkin eru afar stoltir af þessum náttúruverðmætum eins og náttúrupassinn með aðgangi að þessum þjóðgörðum og friðuðu svæum ber með sér, en á honum stendur: "Proud partner." 

Ekki "niðurlæging og auðmýking", orðin sem sumir Íslendingar notuðu í deilum um náttúrupassa hér á landi fyrir fimm árum. 

Síðuhafi var haldinn mikilli lofthraðslu sem barn og unglingur og kvaldist við það að ganga snarbrattar kindagötur utan í fjallinu fyrir ofan bæinn. 

Hann átti i miklum erfiðleikum með að standa uppi á steypumótum og leggja járnabindingar á fyrstu hæð íbúðablokkarinnar á Austubrún 2, þegar hann gerðist félagi í byggingarsamvinnufélagi við að reisa þá tímamóta byggingu. 

Það tók þrjár erfiðar vikur að klára fyrstu hæðina, en tvær vikur að klára aðra hæðina, þar saem hæðin til jarðar tvöfaldaðist og lofthræðslan hélst þó óbreytt en óx ekki. 

Með hverri hæð styttist byggingartíminn og var brátt orðinn helmingur af tímanum á 1. hæð. 

En þegar vikurnar og mánuðirnir liðu gerðist það ótrúlega: Lofthræðslan fór sífellt minnkandi, og á 12. hæð var leikur einn að hlaupa ofan á hinum mjóu steypumótum. 

Niðurstaða: Það er hægt að lækna hvaða lofthræðslu, sem er. Þarf bara þolinmæði. 

 


mbl.is Hilda Jana sigraði sjálfa sig og lofthræðsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband