Dagurinn lengist eingöngu síðdegis næsta hálfan mánuð.

Þótt nú fari birtutíminn að lengjast dag frá degi, gerist það bara hvað varðar sólarlagið fyrstu tvær vikurnar, allt fram til 3.janúar. 

Sólarupprásin haggast ekki þessar tvær vikur. 

Ágætt er að miða við þá stöðu, þegar sólin er minna en sex gráður undir sjondeildarhringnum, en í fluginu er sú staða sólar látin marka skil nætur og dags. 

Ástæðan fyrir þessu mati er sú, að enda þótt sólin sé sigin örfáar gráður niður fyrir sjóndeildarhringinn, telst vera nothæf birta í ljósaskiptunun allt þar til sólin er komin niður fyrir sex gráður. 

Þetta skiptir engu máli varðandi tilfærsluna, sem verður á hádegi og miðnætti á tímabilinu milli síðari hluta nóvember og fyrri hluta febrúar, en enda þótt við tökum ekki eftir því flest, þá seinkar hádeginu um hvorki meira né minna en hálftíma á þessum tæpu tveimur vetrarmánuðum og lengri dagur gagnast því fyrst og fremst síðdegis. 

Þetta er líklega meginástæðan fyrir þeirri vaxandi óþreyju og óánægju sem er hjá mörgum með stillingu klukkunnar hér á landi. Nánar tiltekið að hádegi skuli ekki vera fyrr en klukkan er að nálgast tvö eftir hádegi, og að það þurfi að bíða út allan janúarmánuð eftir almennilegri birtu um níuleytið og sólarupprás til klukkan tíu á sama tíma og dagurinn lengist mun hraðar síðdegis. 


mbl.is Vetrarsólstöður í dag og nú fer daginn að lengja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband