Hann er oft vandrataður, meðalvegurinn.

Seint munu allir verða sáttir um það, hvernig fjölmiðlarnir fjalla um kosningar. 

Höfuðástæðan hefur verið sú, hve framboðsfrestuinn rennur seint út fyrir kosningarnar, þannig að þegar fjölmiðlar vilja byrja umfjöllun sína nógu tímanlega til þess að komast yfir það sem nauðsynlegt er talið til þess að kjósendur búi yfir sem bestum upplýsingum, eru sum framboðin ekki tilbúin enn. 

Sú einfalda laið að lengja tímann á milli loka framboðsfrestsins og kosninganna er ekki auðveld, þegar sviptingar verða nálægt kosningum og ný framboð spretta upp. 

Eitt besta dæmið er stofnun Borgaraflokksins vorið 1987, sem kom óvænt eftir sviptingar í forystu Sjálfstæðisflokksins sem leiddu af sér brottvikningu Alberts Guðmundssonar úr embætti ráðherra. 

Flestir töldu að vegna þess hve stutt var í kosningar og lok á framboðsfresti, væri stjórnmálaferill Alberts á enda, en annað kom á daginn, því að svonefndur Hulduher stuðningsfólks Alberts vann kraftaverk með því að stilla upp löglegu framboði í öllum kjördæmu á mettíma. 

Ef framboðsfresturinn hefði endað fyrr, hefði Borgaraflokkurinn ekki getað boðið fram og fengið menn á þing 1987. 

Oftar en einu sinni hefur það hins vegar valdið misjafnri aðstöðu framboða, að útvarps- og sjóvarpsfréttir um þau hafa hafist áður en vitað var hverjir yrðu á framboðslistunum. 

Þannig vantaði þátttakendur í tveimur af fjórum kjördæmaþátta á annarri af þáverandi sjónvarpsstöðvum í kosningunum 2007. 


mbl.is Telur RÚV hafa uppfyllt lögbundið hlutverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur helgi með sverðið og Trump með byssuna.

Á Stiklastað í Noregi er stærsta minnismerkið um orrustuna þar af Ólafi helga, sitjandi á sprækum hesti með Biblíuna í annarri hendi en sverðið í sveiflu í hinni hendinni. 

Á þetta stóra minnismerki að tákna þá aðferð, sem konungurinn beitt við að innleiða kristna trÚ og fá að launum viðurnefnið "helgi" fyrir sinn heilaga hernað. 

Ummæli Trumps forseta um þá kristnu menn, sem hann vill berjast fyrir, eru dálítið í þessum anda. 

Trump talar um það að fyrir hina kristnu Bandaríkjamenn séu helstu vopn þeirra trúin og byssurnar, sem trúleysingjar vilji taka af þeim. 

Í Fyrri heimsstyrjöldinni voru til dæmi um það að hermenn kristnu þjóðanna, sem bárust á banaspjótum, hafi sungið lagið "Áfram, Kristmenn, krossmenn..." til að efla baráttuandann á leið til bardaga.  

Á síðustu áratugum hefur heimsbyggðin orðið vitni að því hvernig sumir öfgatrúar múslimar líta á "heilagt stríð." 

Og í Krossferðum miðalda var haft uppi slagorðið "Guð vill það!" 


mbl.is Trump skaut fast á kristilegt tímarit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Enginn er betri..."

Þessi vísa varð til hinum megin á hnettinum þegar kallað var eftir því að forsætisráðherra Ástralíu færi hið snarasta yfir Kyrrahafið frá Hawai vegna mannskaða og tjóns af gríðarlegum eldum: 

 

Forystu Ástrala féllust hendur. 

Frá Hawai var enginn sendur. 

Þaðan fór enginn sem uppbyggði von 

því enginn er betri en Scott Morrison. 

 

Vísan sú arna er raunar byggð á annarri vísu, sem varð til hér um árið, þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þáverandi forsætisráðherra Íslands, sá sér ekki fært að fara til Parísar og vera þar í hópi foyrstumanna ríkja á Vesturlöndum, sem gengu saman eftir Parísarstræti til að sýna Frökkum samúð eftir mannfall í hryðjuverkum: 

 

Forystu Íslands féllust hendur. 

Til Frakklands var héðan enginn sendur. 

Héðan fór enginn yfir hafið,

því enginn er betri en Sigmundur Davíð.  

 

 

 

 


mbl.is Forsætisráðherrann skilur reiði fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband