Harkaleg stjórn kallar oft fram stéldrátt ( tail strike ).

Stéldráttur (tail strike) í flugtaki verður oftast vegna þess, að af einhverjum ástæðum reisa flugmenn vélarnar upp að framan til hins ítrasta til þess að þær taki flugið. 

Ástæður þess að flugmenn gera þetta geta verið ýmsar, en eru oftast þær, að þeir séu komnir of langt í flugtaksbruninu til þess að hætta við tvísýnt eða seinlegt flugtak, og dragi stýrin að sér til fulls til þess að vængirnir lyfti aðalhjólunum frá jörðu.

Flugtaksbrun getur orðið lengra en ella ef hreyflana skortir afl, vélin er of þung, eða að vindur er misjafn. 

Mikla nákvæmni þarf til þess að halda atélinu sem lægst, án þess að reka það niður, og einnig þarf nákvæmni til að lyfta nefinu ekki of hátt, heldur reyna að vinna upp hraða án þess að vélin sé of reist, því að annars getur hún misst hæð og rekið stélið aftur niður, eins og virðist hafa verið raunin í flugslysinu í Kasakstan. 

Misvindi, ofþyngd eða sveiflukenndar hreyfingar og viðbrögð stjórntækja á litlum hraða geta einnig haft áhrif. 

En auðvitað getur flóknari atburðarás eða aðrar aðstæður eins og bilanir valdið flugóhöppum og slysum eins og dæmin sanna.  


mbl.is „Heill á húfi, þökk sé Allah“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kolefnissporið, sem gleymist; nýting gatnakerfisins.

Nú er spáð 40-50 þúsund manna fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu, og ef marka má fjölgun bíla hingað til, gæti það þýtt að 40 þúsund stækkandi bílar muni bætast við þá tæplega 200 þúsund, sem fyrir eru. 

Orkunotkun þesara nýju bíla skiptir engu;  þótt allir þessir bílar yrðu rafbílar, myndu líkast til taka jafn mikið rými í gatnakerfinu og eldsneytisbílar. 

Tvennt blasir við:

1.  Það verður hvorki tæknilega né peningalega hægt að koma öllum þessum 40 þúsund viðbótarbílum fyrir í gatnakerfinu, án þess að umferðarteppur vaxi; og takið eftir orðalaginu; gatnakerfið er ekki aðeins götur og akvegir, heldur líka bílastæði.

2. Vaxandi tafir og þrengsli í umferðinni hafa heilmikið kolefnisspor í för með sér, en það heyrist aldrei nefnt eða reiknað út í umfjöllun um mismunandi farartæki. Náttfari, Léttir og RAF

Þegar ON birti yfirlit yfir kolefnisspor eldsneytisbíla og rafbíla, vantaði alveg taka þetta sérstaklega fyrir og hafa það með í reikningnumm varðandi léttbifhjól, bæði rafknúin og eldsneytisknúin: (Ca  125 cc og minni)

1. Slík hjól má nota eins og gert er erlendis, til þess að smjúga um í umferðinni, þannig, að þegar umferðin er þrúguð af farartækjafjölda, skapar eitt léttbifhjól rými fyrir einn einkabíl, bæði á götunum og bílastæðum. Þarna er falinn ávinningur hvað snertir kolefnisspor, sem aldrei er nefndur. 

2. Léttbifhjól eru tíu sinnum ódýrari, tíu sinnum léttari og margfalt einfaldari en rafbílar, og þar er innifalinn ávinningur sem ekki sést nefndur varðandi það auka kolefnisspor, sem fylgir því að vinna fyrir tíu sinnum hærra kaupverði, afskriftum, framleiðslukostnaði, rekstrarkostnaði og förgun. 

 

 


mbl.is Óvenjulegt bílastæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurbrot plasts sá enginn fyrir. Ford með sleggjuna.

Það eru liðin um 30 ár síðan síðuhafi stóð sem steini lostinn í í fjörunum í Strandasýslu og undraðist allt það óheyrilega magn af plasti og öðru rusli sem þakti þessa fallegu strendlengju. 

Myndi af því rötuðu í framhaldinu í fréttatíma Stöðvar tvö og bættust við sláandi myndir af illa förnum uppblásturssvæðum, allt frá Krýsuvík og landi Ísólfsskála austan við Grindavík til Núðasveitar við Þistilfjörð. 

Í umfjöllunina um plastið og uppruna þess vantaði hins vegar stærsta atriðið, sem yfirleitt sést ekki með berum augum, en hefur nú komið í ljós: Niðurbrot þessa lúmska efnis allt niður í örplast, sem síðar hefur fundist í líkamsvessum lífvera. 

Hegar Henry Ford var sá maður öðrum fremur sem innleiddi nútíma bílaöld, hafði hann svo mikið álit á plasti sem framtíðar efni í nánast hvað sem væri, að hann lét gera bíl, sem var að mestu leyti úr plasti. 

Ford auglýsti plastið meðal annars með því að taka sleggju og slá henni utan á bílinn og sýna með því muninn á því hvernig plastið fjaðraði undan högginu en réttist síðan aftur, svo að engin skemmd sást. 

Að því leyti til varð Ford sannspár, að í öllum nútíma bílum er bíllinn að innan nær eingöngu úr plasti eða öðrum gerviefnum. 

Hvorki Ford né Walt Disney, sem var heillaður af þessu dýrlega efni og lét gera heilt þorp úr plasti, óraði fyrir því að stór svæði utandyra og allt lífríkið yrði tæpri öld síðar löðrandi af plastögnum jafnt að utan sem innan.  


mbl.is Plastlaust skíðasvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mætti rannsaka ofan í kjölinn umhverfisáhrif jólatrjáa.

Jólatré eru hluti af þeirri nauðsyn fyrir andlega heilsu fólks að gera sér dagamun, en þó í hófi. 

Nú er vaxandi tilhneiging að skoða umhverfisáhrif hvers kyns varnings, og jólatré og jólaskraut hafa líklega áhrif, sem ágætt er að reyna að meta. 

Hver er endingartími jólatrés úr plasti?  Og hvernig kemur grenitréð út í útreikningi kolefnisspors? 

Stundum getur heiti viðarins vafist fyrir manni. 

Einu sinni fyrir löngu þurfti að endurnýja nokkur herðatré. Þegar sá, sem ætlaði að fara í verslun til að kaupa þau, var spurður hvar hann héldi að best væri að kaupa þau, svaraði hann: 

"Ég veit ekki vel, hvar bestu kaupin bjóðast, en það er sennilegt að ég kaupi járntré."

 


mbl.is Hálf þjóðin velur frekar gervitré en lifandi tré
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband