"Jólalagastuldur Íslendinga" á sér nćstum 60 ára sögu.

Svonefndur "jólalagastuldur Íslendinga" sem nefndur er í tengdri frétt á mbl.is, á sér lengri sögu en margir halda og hófst raunar međ látum fyrir 60 árum. 

Hugsanlega enn fyrr, ef lag Bellmans, sem Ţorsteinn Ö. Stephensen gerđi textann "Skárri er ţađ höllin" hefur veriđ um eitthvađ annađ en jólin. 

Síđuhafi renndi, sér til gamans, augunum yfir 36 lögin, sem voru á fimm jólaplötum hans á tímabilinu 1964 til 1971, og sá, ađ textana viđ 19 ţeirra hafđi hann gert viđ ítölsk, norsk, dönsk, frönsk og bandarísk dćgurlög, sem voru međ texta um allt annađ en jólin, meira ađ segja um fiđrildi eins og danska sumarlagiđ "Lille sommerfugl" fjallađi um ţar í landi, sem fékk heitiđ Litla jólabarn hér. 

Hjálmar Gíslason átti einn og hálfan jólatexta úr svona smiđju, "Heilrćđi jólasveinanna", viđ ítalskt dćgurlag, sem hann gerđi fyrir 1960 viđ lag sem Benjamin O. Gigli söng upphaflega, og "Jólasveinn, taktu í húfuna á ţér var vinsćlt dćgurleg hér í kringum 1950.

"Ég er svoddan jólasveinn" var ítalskt dćgurlag sem hét "Marcelino".

Norsku dćgurlögin fyrrnefndu voru "Jólasveinn, taktu í hendina á mér" og "Af ţví ađ ţađ eru jól". 

"Sjđ litlar mýs 1964" var viđ dćgurlagiđ "Seven little girls" og lag eftir Paul McCartney hlaut nafniđ "Etthvađ út í loftiđ."

 


Spilađ á fiđlu og flugelda á međan eldurinn geysar?

Sagan af rómverska keisaranum, sem spilađi á fiđlu á međan Róm brann, kemur upp í hugann, ţegar ummćli ástralska forsćtisráđherrans eru skođuđ varđandi gildi ţess ađ njóta flugeldasýningar í kapp viđ dćmalausa elda, sem geysa á svćđi sem geysa í landinu á svćđi, sem er stćrri en Belgía. 

Forsćtisráđherrann telur flugeldasýningu af stćrstu gerđ ágćtan sálfrćđilegan  mótleik gegn depurđ ţeirra, sem missa allt sitt í eldunum, og fiđluleikur rómverska keisarans hefur kannski eflt bjartsýni hans og hans nánustu á hans tíma, en hefur samt hlotiđ misjafna dóma í sögunni.  

Orđin fiđla og flugeldar byrja á sama stafnum; stafnum f. 

En hugsanlega er samsvörunin meiri á milli ţessara orđa en bara sú í ljósi fréttanna frá Ástralíu. 

Á löngum tímabilum hafa áströlsk stjórnvöld veriđ í flokki ţeirra ráđandi afla í heiminum, sem finnst sjálfsagt mál ađ taka áhćttuna af ţví ađ breyta samsetningu lofthjúpsins á fordćmalausan hátt og syngja sönginn um ađ láta ástćđuna fyrir dćmalausum hitum og eldum sem vind um eyrun ţjóta, jafnvel í bókstaflegum skilningi. 


mbl.is „Of seint ađ flýja“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 30. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband