Ummælin um nær engan útblástur bíla í Ameríku og vindorku án orkuskipta krefjast útskýringa.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson varpaði fram tveimur fullyrðingum í Kryddsíldinni í dag, sem þarf að útskýra nánar. 

Hann sagði að nú um stundir blésu bandarískir bílar út aðeins ein prósenti af co2 miðað við fyrri tíma og þetta dæmi sýndi, hve sáralítil þessi mengun væri nú, miðað við það sem áður var. 

Þegar farið er í gögn um úblástur nýrra bandarískra bíla sést, að meðalútblástur bandarískra bíla núna er í kringum 160 grömm á ekinn kílómetra. 

Ef farið er aftur til þeirra tíma, þegar engar mengunarvarnir voru í bílum, fyrir 1965, sést, að þá voru alls um 150 milljónir bíla í heiminum. 

Sigmundur sagði margsinnis að það þyrfti að skoða þessi mál í heild. 

Gott og vel; allir jarðarbúar búa á einni plánetu og anda að sér úr einum lofthjúp og blása með bílum sínum út í þennan eina lofthjúp. 

Núna eru bílarnir á jörðunni ríflega 900 milljónir, eða um 6 sinnum fleiri en fyrir tíma mengunarvarna

Það þýðir, að ef útblásturinn á þeim tíma var 100 sinnum meiri en nú eins og skilja má af orðum SDG, hefur hver bíll þá þurft að blása út í grömmum talið 160 x 100 x 6, eða 100 kílóum á hvern ekinn kílómetra til þess að samanlagður útblástur þeirra væri meiri en samanlagður lagður blástur bílaflota veraldar nú.  

Sem sagt: Hver bíll fyrir daga mengunarvarna blés út heilum 100 kílóum af co2 á hvern ekinn kílómetra eða meiri þunga af co2 en nam öllu bensíninu á tanknum. 

Jafnvel þótt aðeins yrði borinn saman útblástur bíla innan Bandaríkjanna einna, einum verður útkoman svo fáránlega risavaxin, að þessi tala SDG krefst útskýringa.  

Þetta minnir á svipaða fullyrðingu um daginn um að hver strætisvagn blési út jafnmiklu co2 og 5700 einkabílar.  

Fullyrðing SDG um að vindmyllur geti ekki átt neinn þátt í orkuskiptum, og ýmsir, svo sem Halldór Jónsson henda á lofti í kvöld sem dásamlegum sannleika, þarfnast lika nánari útskýringar. 

 


mbl.is Áramót í nánd en heimsendir ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt ár og mýtan um ómögulega veðrið.

Gamalt ár er að kveðja og nýtt að taka við. Hellisheiði jarðbor.

Myndirnar hér á síðunni voru teknar í myndatökuferð á dögunum  og eiga að tákna nýársóskir og þakkir á brúðkaupsdegi, þegar oft er sungið lagið "Máninn hátt á himni skín. 

Bókaskrif og hjólaferðir gætu orðið verkefni á nýju ári ef Guð lofar.  

Á sokkabandsárum sínum notaði síðuhafi reiðhjól til ferða af miklum móð til 19 ára aldurs, en hljóp þá yfir skellinöðru- og vélhjólatímabilið og fékk sér minnsta og umhverfismildasta bíl landsins. Á þessum árum var hugtakið neglt vetrardekk ekki til eins og það er nú.Hellisheiði. Bor og máni 

Þegar afar hentugu rafreiðhjóli skolaði til hans 2015 hafði mýtan um að ómögulegt væri að nota hjól til ferða á Íslandi vegna veðurlags haft þau áhrif að hann var farinn að halda að svona væri þetta og ætlaði í fyrstu að selja hjólið. 

En rafhlaðan var í ólagi og þar að auki notuð skökk aðferð við að hlaða, svo að í staðinn var reynt að hressa upp á rafhlöðuna. Það varð hins vegar til þess í hönd fór nýtt hjólatímabil, sem ruddi burtu þeim fordómum, sem höfðu myndast á 56 árum. 

Fjögurra ára reynsla af notkun hjóla er sú, að aldrei þarf að falla niður sú vika, að ekki sé hægt að hjóla, og frá apríl fram í september síðasta ár var fært til ferða á hjólum hvern einasta dag. 

Það má orða þetta þannig að það sé verið að reyna að endurheimta glötuð unglingsár. 

Í mesta óveðursmánuði ársins var rafknúnu hjólaskútunum ekið hátt í átta þúsund kílómetra hjá einni hjólaleigu. Það segir sína sögu. Frá Brussel er það að frétta, að þar í borg hefur þessi ferðamáti sprungið út með stæl á liðnu ári. 


mbl.is Ferðuðust 7.607 km í desember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölgunin alltaf jafn óvænt og alltaf jafn stór frétt.

10. maí 1940 gerðist mesta frétt síðustu aldar, þegar hernám landsins innleiddi mesta efnahagsuppgang Íslandssögunnar. Eitt af einkennum hans var samsvarandi fæðingafjölgun. 

Í 80 ár hafa ráðamenn þjóðarinnar yfirleitt orðið steinhissa á afleiðingum þessa. 

Þeir voru alveg óviðbúnir skorti á leikskólum eftir stríðið og um og eftir 1950 voru engir meira hissa en þeir, þegar barnaskólakerfið nánast sprakk vegna fjölgunar nemenda. 

Sem dæmi má nefna að á tímabili voru 1250 nemendur í Laugarnesskóla, skólinn þrísetinn og kennt alveg fram á síðdegi. 

1960 var árgangur M.R. innan við 100 stúdenta, en voru orðnir tvöfalt fleiri aðeins tveimur árum seinna, nákvæmlega 20 árum eftir að þessar stóru kynslóðir fæddust, og alltaf urðu ráðamenn jafn hissa, þótt þetta hefði blasað við tuttugu árum fyrr. 

Síðan bættist við afleiðingar þessar fjölgunar, framþróun og breytingar í jafnréttismálum, menntun og heilbrigðis málum, sem ráðamenn hafa alltaf verið jafn hissa yfir, nú síðast þegar stefnir í það að á næstu áratugum muni þeim fjölga mikið á næstum sem verði um 100 ára gamlir. 

Er það virkilega?  Og það var samt ljóst fyrir réttum hundrað árum að fæðingum hafði stórfjölgað!   


mbl.is Öldungum mun fjölga á næstu árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband