Von um að fá herinn aftur?

Misjöfn viðbrogð hafa sést við komu Mike Pompeo til Íslands. Nokkrar ungliðahreyfingar mótmæltu stefnu Trumps, en síðan mátti sjá bloggskrif, sem hægt var að túlka þannig, að ummæli Pompei um að Ísland yrði ekki vanrækt lengur, væru byggð á því að vegna umræðu hér á landi í boði Samfylkingar um inngöngu í ESB hefðu Kanar hrokkið héðan í burtu 2006. 

Sem hefði þar með verið hið versta mál að mati sumra netskrifara. 

Varðandi það hverjum væri að kenna að varnarliðið fór 2006 er rétt að íhuga það, að sú brottför varð þegar hér hafði setið ríkisstjórn Sjalla og Framsóknar í ellefu ár samfellt, sem hafði eindregið beitt sér fyrir því að hafa herinn áfram. 

Davíð skjallaði Bush forseta mjög í heimsókn i Hvíta húsið og hann og Halldór Ásgrímsson létu Íslendinga meira að segja setja Íslendiknga á lista yfir viljugar þjóðir til innrásar í Írak 2003. 

Engu að síðar fór herinn í september 2006 án þess að umræða um ESB hefði nokkurn tíma komið til umræðu né heldur stjórnarandstöðuflokkarnir á þeim tíma. 

Nú er engu líkara en að margir sjái von til aukinna hernaðarumsvifa Bandaríkjamanna hér á landi og láti sér vel líka yfirlýsingar Pompeo um það, hvernig uppskipting valda yfir heimskautssvæðinu verði á mili þjóðanna, sem að að því liggja. 


mbl.is Ísland verði ekki vanrækt lengur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæmt fyrir ferðaþjónustuna almennt.

Procarmálið er slæmt fyrir íslenska ferðaþjónustu og orðspor hennar erlendis. 

Eigendur hennar gerðu málið menn verra en það þó var, með því að ljúga svo áberandi um það í upphafi og beita svo fleiri lygum undanfærslum við, að það gerði málið miklu verra í hvert skipti. 

Því verra sem málið er og þar með líkindi til umfjöllunar erlendis, því verra verður það fyrir ferðaþjónustuna og orðspor Íslands. 


mbl.is „Þeir eru óheiðarlegir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband