Víkurkirkjugarður - heilög vé.

Á tímum Ingólfs Arnarsonar var sá átrúnaður útbreiddur allt frá Skandinavíu og vestur í Ameríku varðandi landnytjar, að enginn maður ætti rétt til bess að marka sér land nema að friðmælast við vættir landsins. 

Enn eimir eftir af þessari hugsun hjá Grænlendingum, næstu nágrönnum okkar, varðandi það, að enginn viðurkenndur eignaréttur manna á landi er til þar í landi. Svonefndir landeigendur eru þar ekki til, - Grænland, þ. e. náttúra Grænlands, á sig sjálf. 

Ingólfur var mikill trúmaður og einn hluti ásatrúar hans var að hafa nokkurs konar heimilisguði i formi öndvegissúlna við öndvegi hans í eldhúsi. 

Í landnámsferð til Íslands hafði hann súlurnar með sér, sem í dag eru tákn og skjaldarmerki Reykjavíkur, sem voru á táknrænan hátt látnar fljóta á land í Reykjavík og haldin sérstök trúar- og fórnarhátið þar sem friðmælst var við landvættina. 

Hafstraumar voru og eru þannig, að það hlýtur að hafa verið seinni tíma misskilningur að súlunum hafi verið varpað fyrir borð fyrir sunnan eða suðvestan land, því að straumar á því svæði liggja í norðvesturátt til Snæfellsness.

Hið rétta hlýtur að vera, að súlunum var varpað í sjó upp við land í Reykjavík. 

"Þar fornar súlur flutu á land" er sungið í dag.

Þessi helgistaður, þar sem athöfnin fór fram, er því fyrsti og elsti helgistaður og síðar legstaður landsins, Víkurkirkjugarður, aðeins steinsnar frá húsi þar sem um hríð bjó listaskáldið góða Jónas Hallgrímson og átti þess kost að hefja þar andlega uppbyggingu dagsins með því að ganga út í þennan helga reit. 

Ingólfur Arnarson tali, að vegna þess að Hjörleifur fóstbróðir hans var trúlaus og vildi ekki gera sáttmála við landvættina, hefði hann goldið fyrir það með lífi sínu.

Vígður helgistaður, sem markar sögu og feril kynslóðanna allt frá landnámi til okkar daga hlýtur að falla flestum fremur undir hugtakið heilög vé. 

Líkt og Þingvellir eða Þjórsárver. 

Í hinum heilögu véum í Reykjavík voru öndvegissúlurnar varðveittar í eldhúsi fyrstu aldir eftir landnám, heilagar, jafnt í ásatrú eða kristinni trú, eins konar brú á milli trúarbragða þjóðarsögu í þúsund ár. 

 

VÍKURKIRKJUGARÐUR - HEILÖG VÉ.

 

Landsins vættir verji griðareit. 

Hér voru unnin fögur trúarheit

er fornar súlur flutu hér á land

og friði lýst, sem ekkert veitti grand. 

 

Sú sátt var hérna gerð sem halda á, 

að helgistaðnum aldrei raska má. 

Um aldir alda virtur vel hér sé

Víkurkirkjugarður, heilög vé!  

 


mbl.is Hvetja ráðherra til að ljúka friðlýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Refsingar eru grunnstef.

Athyglisvert er að skoða hvernig ferill núverandi Bandaríkjaforseta er varðaður orðum eins og "refsiagerðir", "viðskiptaþvinganir", "múr", "bann", "aðskilnaður"  o. s. frv. 

Hægt væri að setja upp langan lista mála af öllu tagi þar sem þetta er grunnstef. 

Í Bandaríkjunum er stærri hluti þjóðarinnar að jafnaði í fangelsi en í nokkru öðru landi á Vesturlöndum og í sumum ríkjunum er beitt dauðarefsingum. 

En Trump finnst það ekki nóg, heldur hrósar Kínverjum fyrir þeirra miklu hörku og miskunnarleysi hvað snertir dauðarefsingar og vill innleiða slíkt í sínu landi. 

Uppstilling hans á fíkniefnabölinu er einsleit: Það er allt erlendu glæpahyski að kenna, sem refsa á með beitingu dauðarefsinga. 

Ekki er minnst orði á þá staðreynd, að neyslan gæti auðvitað ekki orðið svona mikil nema vegna þess að það er eftirspurn eftir dópinu. 

Yfirvöld hamast aðeins á öðrum enda vandamálsins. 

Hægt er að vitna í skrif Trumps sjálfs þess efnis að það sé mikilvægt í viðskiptum að halda nákvæma skrá yfir keppinautana og þá sérstaklega yfir það sem þeir hefðu gert á hluta bókareigandans. 

Hann skyldi síðan hefna sín á þeim við fyrsta tækifæri. 

 


mbl.is Hrósar Kínverjum fyrir dauðarefsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband