Afsannar hitinn á Stórhöfða allt "loftslagskjaftæðið"?

Löngunin til að víkja frá sér því sem er óþægilegt eða getur raskað núverandi skipan mála hjá þjóðum heims virðist geta brotist fram í afar gagngerðri og mikilli afneitun hjá mörgum. 

Gott vitni um þetta eru blaðagreinar og pistlar á samfélagsmiðlum, þar sem seilst er ansi langt í þvi að reyna að finna einhverjar tölur eða fullyrðingar sem geti rennt stoðum undir það, að hlýnunin á jörðinni sé ímyndun eða tilbúningur hjá vondum vísindamönnum, - og að í rauninni fari kólnandi. 

Ein aðferðin er að leita að tölum frá afmörkuðum svæðum eða jafnvel veðurstöðvum sem hægt er að lesa kólnun úr, rétt eins og að hitinn á jörðinni allri sé á svipuðum nótum. 

Á málþingi um umhverfismál í vikunni var hitinn á Stórhöfða í Vestmannaeyjum síðustu árin þungamiðjan í þessari rökfærlu hjá einum afneitunarsinnanna og hnykkt á að lofstlagið færi hratt kólnandi. Hiti í Stykkishólmi.

En jafnvel þótt þetta sé reynt og aðeins litið á hitafarið á jafn litlum hluta af jörðinni og Ísland er, sýnir línurit yfir hitann á okkar litla landi síðan á 19. öld ótvírætt hvert hefur stefnt. 

Þetta línurit birti Trausti Jónsson veðurfræðingur á bloggsíðu sinni um síðustu áramót. 

Hitinn hefur gengið í mislöngunm hæðum og lægðum, en alltaf hafa botnarnir hækkað og sömuleiðis topparnir, þannig að svölustu árin á þessari öld hafa verið hlýrri en flest árin á hinu 45 ára langa hlýskeiði 1920-1965. 

Og tal um að vísindamenn hafi jafnvel fiktað við línuritin og mælitækin bítur ekki á síðuhafa, sem horfði sjálfur á þessar tölur og línur af mikilli athygli strax fyrir 65 árum og festi sér í minni þá, hvernig þessi gögn voru. 


mbl.is Enn hlýnar á jörðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáránleg og drepfyndin "jeppa"keppni.

Hvað eiga bílarnir á myndunum, sem birtast munu hér, sagmeiginlegt?DSC05471 

Jú, þær eru af bílum sem sagðir eru í auglýsingum vera "jeppar", en aðeins einn þerra, Citroen Mehari, getur staðið undir því heiti. 

Skoðum forsöguna. 

Rekja má söguna af "jeppa"keppni bílaframleiðenda aftur til ársins 1977.

Þá sýndist Simca-verksmiðjum vera það mikil sala í dýrum Range Rover jeppum, að hægt yrði að bjóða bíl, sem liti jafnvel verklegar út en væri miklu ódýrari og þar að auki með rými fyrir sjö sæti og gæti þess vegna tekið hluta af markhópnum, sem Range Rover var miðaður við. Hyundai Kona (2)

Simca 1100 bílliSimca 1109 var einfaldlega tekinn og afturhlutinn hækkaður og stækkaður og honum auk þess lyft með aukinni veghæð. Hann leit út eins og "cross-country" bíll, skammstafað "xc". DSC05470

Hugmyndin beið skipbrot. Aðeins nokkur þúsund Simca Rancho seldust á ári. Fólk lét ekki útlitið plata sig.

Þetta var ekki jeppi með eingöngu drif á tveimur hjólum og það á öfugum enda, ef fara þurfti upp brattar brekkur. 

Þegar hlaðið var fólki og farangri í bílinn seig hann niður að aftan, og meginþungi bílsins færðist á hinn driflausa afturhluta þegar fara þurfti upp brattar brekkur, oft með grófri möl  eða lélegu gripi fyrir veslings framhjólin. 

Í dag er öldin önnur. Nú moka bílaframleiðendur "jeppum" á markaðinn, sem ekki er hægt að fá með afturdrifi, svo !Renault Kadjar, Opel Crossland og Grandland og Hyundai Kona rafbíllinn, og kalla þetta hikstalaust jeppa. 

Til að fullkomna "jeppa" blekkinguna eru notuð orð eins og "cross" eða stafurinn x í heitum þessara "jeppa." 

Kona "rafjeppinn" er í auglýsingum sagður vera fyrsti rafjeppinn, -  og í dag er auglýstur "fyrsti jeppinn frá Citroen, C5 Aircross." Einn af kostum hans er firna stórt farangursrými, líkt og á Simca Rancho forðum daga. DSC05469

Og af hverju er skottið svona stórt? 

Jú, af því að það er ekkert afturdrif á "jeppanum"!

Og ókostir þess að vera ekki með fjórhjóladrif eru svipaðir og á Simca Rancho í den: Þegar mikill þungi er að aftan á leið upp brattar brekkur er til lítils að hafa læst drif að framan þegar vantar afturdrifið, sem mestu skilar upp brekkur.

Í Auto Katalog þýska bílatímaritsins Auto Motor und Sport má sjá, að þessi Citroen"jeppi" litur að vísu sterklega út en "dugar ekkert utan vega, ("nict gelandetauglich").  Hann er ekki "jeppi" í þeim skilningi, sem hingað til hefur verið ríkjandi hér á landi. 

Munurinn síðan 1977 er hins vegar sá, að nú gleypir fólk við því sem umboðin keppast við að auglýsa sem "jeppa". 

Einn Simca Rancho var fluttur til Íslands og þá datt engum Íslending í hug að kallað þann bíl jeppa.Citroen Sahara 

Í ofanálag er C5 Aircross ekki fyrsti "jeppinn" sem Citroen framleiðir. 

1961 framleiddi Citroen fjórhjóladrifinn Bragga sem hét Sahara. 

Eins og sést á meðfylgjandi mynd er varadekkið ofan á húddinu. 

Ástæða: Það er ekkert pláss fyrir dekkið í skottinu, þar sem eru afturdrifið og vélin sem það knýr. 

Jeppar hafa hér á landi frá tilkomu þeirra fyrir meira en 70 árum þurft að hafa þetta: Fjórhóladrif, mikla veghæð og lágan fyrsta gír. 

Sahara var ekki með lágt drif og það felldi hann.DSC05472

En það var magnað að þetta skyldi vera tveggja hreyfla bíll, þar sem hæg var að grípa til þess ráðs, ef annar hreyfillinn fór ekki í gang, að láta hina vélina draga eða ýta í gang eftir atvikum! 

Síðar framleiddi Citroen bíl, sem gat staðist jeppakröfurnar betur, Mehari og var hann meira að segja brúklegur fyrir heri sem torfærubíll. 

Mehari mátti fá með fjórhjóladrifi, háu og lágu drifi og sæmilegri veghæð. 

Sá bíll var fyrsti raunverulegi jeppinn frá Citroen. 

Svo að öllu sé til haga haldið má C5 Aircross eiga það, að veghæðin er góð, lítil skögun að aftan og framan og hægt að læsa þessu eina drifi bílins.  

En bílablaðamönnum Auto Motor und Sport þykir ekki nægja til þess að segja að hann sé duglegur utan vega (gelandetauglich). 

Og fyrst það er auglýst að Hyoundai Kona rafbíllinn sé fyrsti rafjeppi landsins, væri mun frekar hægt að segja það um Tazzari Zero, minnsta og ódýrasta rafbílinn, sem er með nánast enga skögun að aftan eða framan, með 18 sm veghæð óhlaðinn og með 70% þungans á drifhjólunum, sem eru að aftan, þannig að þunginn og gripið aukast við það að fara upp bratta brekku í stað þess að minnka, eins og á bílum með framdrifið eitt. 

 

 

 

 


mbl.is Kynna hraðskreiðasta jeppa sögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ég veit hvað það hefur og ég veit hvað það þarf."

Þegar þref um kjarasamninga náði mestum hæðum hér fyrr á tíð og deiluaðilar dældu út tölum og útreikningum, sem áttu að sanna þetta og hitt, afgreiddi Gvendur jaki það oft með því að segja nokkurn veginn þetta: 

 "Ég þekki þetta fólk, sem býr við verstu kjörin. Ég veit hvað það hefur og ég veit hvað það þarf. Og það er ekki hægt að sætta sig við það, hve langt er þarna á milli."

Guðmundur sat sjálfur á Alþingi árum saman og sæti hann þar nú á dögum sjálftökuelítunnar, gæti hann sagt:

"Ég þekki þetta fólk, sem býr við bestu kjörin og skammtar sjálfu sér launahækkanir og kjarabætur, sem eru óravegu frá fólkinu á lægstu laununum. Ég veit hvað það hefur og ég veit hvað það þarf. Og það er ekki hægt að sætta sig við það, hve langt er þarna á milli, og hve óralangt er á milli þessara kjara og kjara hinna verst settu."

Þegar Macron Frakklandsforseti áttaði sig á hinni tilfinningalegu orsök reiði gulstakkanna, baðst hann opinberlega afsökunar á skilningsleysi sínu og firringu. 

Ekki örlar enn á neinu hliðstæðu hjá íslensku sjálfstökuelítunni, en þetta skilningsleysi og firring er helsta orsök þeirrar ólgu sem nú fer vaxandi. 

Finnist mönnum, að það séu öfgafullir sósíalistar, sem nærist á þessari óánægju til að efna til pólitískra átaka, er það ekkert nýtt. 

Margir helstu leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar á sjöunda áratugnum voru félagar í Sósíalistaflokknum og kallaðir kommar. 

En þeim tókst samt að leysa illleysanlega hnúta í samningum með atbeina ríkisvaldsins, sem skópu félagslegar kjarabætur, sem við njótum enn í dag.  

 


mbl.is Hækkun lægstu launa gefi ranga mynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mögnuð saga á bak við gerð verðlaunamyndar.

Það vildi svo til, að síðuhafi heyrði af munni Benedikts Erlingssonar þegar vorið 2016 hugmynd hans að meginefni kvikmyndarinnar "Kona fer í stríð."

Mörg verk þessa snillings höfðu fram að því vakið hrifningu og hlotið lof, en satt að segja óaði mér við þeirri dirfsku, sem bjó að baki þessari geggjuðu hugmynd. 

Óttaðist að áhættan með gerð hennar væri of mikil og að hætta væri á því að nú gæti komið að því að Benni kollsigldi sig. 

Gaman var að fylgjast með töku á einu atriði myndarinnar í miðborg Reykjavíkur og sjá síðan kröfuharða úrvinnslu úr henni. 

Á Edduhátíðinni í kvöld kom endanlega í ljós, að þessi dirfska hins hugmyndaríka, fjölhæfa og snjalla listamanns, hefur fært honum einstaklega glæsilega uppskeru. 

Raunar hef ég sjaldan hrifist eins í kvikmyndahúsi og þegar myndin birtist þar, og sigurganga hennar á kvikmyndahátíðum erlendis er engin tilviljun. 

Íslenska kvikmyndagerð er það sterk um þessar mundir og keppinautar "Konunnar" það góðir, að segja má að þeir hafi verið óheppnir að þurfa að keppa við Benedikts, - annars hefðu þeir verið vel að Eddunni komnir á hinni glæsilegu hátíð í kvöld.

Einn af styrkleikum myndarinnar er sá, að hún vekur umræður og knýr menn til skoðanaskipta. 

Og þá kemur í ljós að það er ekki aðeins að menn andstæðra skoðana sjá hana í mismunandi ljósi, heldur hefur það jafnvel gerst, menn eins og Jón Magnússon, hafa fyrstu fallið mær eingöngu fyrir því hve vel hún var gerð, en síðar áttað sig á því að hægt var að finna út úr henni aðra merkingu en þeir höfðu talið hana hafa í upphafi.  


mbl.is Konan sigursælust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband