Verst að þau skilja þetta ekki sjálf. "Enginn betri en Sigmundur Davíð."

Ömurlega litið traust til Alþingis og Borgarstjórnar Reykjavíkur hefur náð nýjum lægðum. 

Vantraustsástandið hefur ríkt mjög lengi, og það eitt sýnir, að fólkið, sem stendur að þessum stofnunum skilur þetta ekki sjálft. 

Nú er komin lítils háttar lagfæring á vísu frá 2015 varðandi fjarveru Sigmundar Davíðs í nefndarstörfum, sem hann bregst við með því að standa fyrir tveggja daga málþófi á þingi. 

 

Forystu Miðflokksins féllust hendur. 

Á fundi hjá nefndinni enginn sendur. 

Þangað fór enginn inn í skrafið, 

því enginn er betri en Sigmundur Davíð. 


mbl.is Traust til Alþingis minnkar mjög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

25 falt óréttlæti hið minnsta.

Ísland átti aungvan min meðal vestrænna þjóða nema Færeyinga þegar óheyrilegum þrýstingi var beitt á okkur í upphafi Icesave-samninganna. 

Það verður að meta aðgerðir íslenskra embættismanna og Alþingismanna með hliðsjón af ástandinu á hverjum tíma, því að tíminn vann með okkur. 

Eina leiðin til að berjast gegn þessu var að nýta sér alla möguleika, sem gáfust til að tefja málið og draga það á langinn, og nota þann tíma vel til að benda á hið mikla óréttlæti, sem fólst í því að pína hvern íslenskan skattgreiðanda til að borga 25 sinnum hærri upphæð vegna Icesave heldur en hvern hollenskan eða breskan skattgreiðanda. 

Það var heldur betur "Versala-samninga"svipur á þeirri kröfu. 

Tvöföld töf vegna beitingar málskotsréttar forseta Íslands kom sér vel og gaf dómendum í EFTA-dómsstólnum tíma til að finna tæknilega röksemd, sem okkur sjálfum hafði sést yfir, til þess að eyða kröfunni á okkar að fullu og öllu. 

Tíminn, sem gafst, gerði það líka mögulegt að komast út úr eins konar brunaútsöluástandi á erlendum eignum Landsbankans og fá meira fyrir eignirnar en leit út fyrir í upphafi. 


mbl.is Icesave var á máli Versala-samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins konar Höfða-fundur?

Þegar fundi Gorbatsjof og Reagans í Höfða lauk, var honum "slitið án samkomulags", rétt eins og fundinum í Hanoi núna  og báðir aðilar lýstu yfir miklum vonbrigðum. 

En haldið var opinni leið til þess að vinna áfram að því að þoka málum áfram, og það tókst ári síðar. 

Þótt textinn að loknum fundi núna sé svipaður og 1986 er ómögulegt að bera þetta tvennt saman að öðru leyti, því að það strandaði á ólíkum atriðum. 

1986 var það til dæmis "Stjörnustríðs"- eða geimvarnaáætlun Bandaríkjamanna, sem hefur raunar ekki dúkkað upp síðan, - í 33 ár. 


mbl.is Fundi slitið án samkomulags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband