"Það er nefnilega vitlaust gefið..."

Ljóðlínur Steins Steinarss hafa löngum átt við afar margt, og koma óneitanlega upp í hugann þegar hugað er að sjálfu skipulagi og lifnaðarháttum jarðarbúa, sem í vaxandi mæli stefna þeim sjálfum í ógöngur, hinar mestu sem um getur í sögu mannkynsins.

Í efnahagskreppunni 2008 kom berlega í ljós að ráðamenn þjóðanna annað hvort stóðu alveg máttlausir gegn hinu yfirgengilega auðræði fjármálakerfisins og stórfyrirtækjanna eða voru handbendi þeirra á einn eða annan hátt.

Síðan 2008 hefur ekkert breyst til hins betra nema síður sé. Parísarsáttmálinn stefnir hraðbyri í að verða gagnslaust pappírsgagn að mestu leyti.

Og hvers vegna?

Vegna þess að "það er nefnilega vitlaust gefið." 


mbl.is Aðgerðir eða algjört hrun blasir við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður rétt slapp.

Heimurinn er oft lítill á okkar tímum og fjarlæg atvik geta haft áhrif ótrúlega víða.

Í gær hafði  síðuhafi  vissar hyggjur af því að flugmiði frá Íslandi til fundar í Brussel sem keyptur hafði verið miði fyrir með Boeing 737 Max 8 í morgun gæti orðið ónýtur ef vélar af þessari gerð yrðu settar í flugbann.

Svo fór að þetta flug slapp til, vélin lenti í Brussel um hádegi en skömmu síðar hafði allt flug þessara þotna verið bannað á flugstjórnarsviði Bretlands, sem þýddi, að flug framhjá því yrði of dýrt.

Allt frekara vandræðastand vegna vélanna getur orðið afar dýrkeypt fyrir marga. 

Markhópurinn á milli 150 og 200 farþegar í hverri vél er sá stærsti í fluginu, eins og sést á því að Boeing 737 er langsöluhæsta farþegaflugvél allra tíma, alls um 11 þúsund. 

Þróunin hefur verið sú að nýta sér kosti sparneytinna og aflmikilla hreyfla fyrir þotur af þessari stærð, en vegna þess að 737 er mun eldri hönnun en sambærilegar Airbus þotur hafa Boeing verksmiðjurnar neyðst til að færa nýju hreyflana framar á vængjunum og skekkja þar með þungadreifingu og loftflæði svo mikið, að setja hefur orðið heilmikið sjálfstýri- mælakerfi í vélarnar og þjálfa flugmenn sérstaklega. 

Lokun breska flugstjórnarsvæðisins fyrir Max 8 kemur sér illa fyrir Icelandair, sem hefur veðjað á Max 8 og þarf sérstaklega á því að halda vegna legu lands okkar og leiðakerfisins að missa ekki vélar út úr flotanum. 

Ef boeing missir frá sér þann síðasta þróunarmöguleika 737 sem Max 8 þotan hefur verið, að ekki sé talað um frekari þróun, kostar það bæði margra ára framleiðslutöf og gríðarlegar fjárhæðir bæði fyrir Boeing og flugfélögin, sem höfðu veðjað á þennan gamla, góða hest. 

Og Airbus hagnast. 

Trump getur að vísu gripið til svipaðra ráða og gegn kanadískum framleiðendum véla í næsta flokki fyrir neðan og sett meira en 200 prósent tolla á Airbus í Bandaríkjunum, en það eru bara fleiri þjóðir en Bandsríkjamenn á þessum framleiðslumarkaði.


mbl.is Bretar banna flug MAX-þota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varla tilviljun að þetta eru bara Max-þotur.

Boeing 737 kom til sögunnar 1968, fyrir hálfri öld.  Keppinautarnir hjá Airbus voru hannaðir 20 árum síðar. 

Til að standast samkeppnina hefur orðið að færa sífell stærri og aflmeiri hreyflla framar á 737 en þeir voru áður. 

Með Max vélunum virðist komið einu skrefi of langt í þessu efni. 

Það þarf afburða flugmenn með sáralítinn viðbragðstíma til að slá út sjálfvirka kerfinu sem steypir vélinni niður ef hún er að nálgast afris. 

Í myndinni um Sullenbergar flugstjóra, sem nauðlenti á Hudson ánni átti að negla hann fyrir að hafa ekki tekið hárrétta en flókna ákvörðun um að snúa við á meðan það var hægt. 

Sullenberger vann málið með því að sýna fram á, að hann væri maður en ekki róbot og þyrfti því að mig minnir 40 sekúndur til þess að geta tekið rétta ákvörðun. 

Sífellt hafa komið fram atriði varðandi endalaust vaxandi sjálfvirkni að flókin kerfi af því tagi geta skapað vandamál í sjálfu sér; - af því að það eru menn sem fljúga vélunum þegar upp er staðið en ekki róbótar. 


mbl.is Fara fram á breytingar frá Boeing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það liggur svo mikið á!

1997 var birt áætlun um að virkja allt norðausturhálendið eins og það legði sig og reisa risaálver á Reyðarfirði upp á 1.5 milljónir tonna af áli á ári. 

Tveimur árum fyrr hafði verið sent út grátbeiðni íslenskra stjórnvalda til stóriðjufyrirtækja heimsins um að öll orka Íslands yrði að seljast á lægsta verði í heimi; "lowest engergie prize with flexible environmentan assessment,"  þ.e. með nógu sveigjanlegu mati á umhverfisáhrifum til þess að stóriðjan þyrfti engar áhyggjur að hafa af því 

Síðan þa hafa með reglulegu millibili birst stórkarlalegaar fyrirætlanir í svipuðum dúr. 

2007 var svo komið að alls sex risaálver voru á dagskrá, Helguvík, Grundartangi, Þorlákshöfn, Straumsvík, Bakki og Reyðarfjörður sem myndu svelgja í sig alla virkjanlega orku landsins og ganga endanlega frá náttúruverndarverðmætum þess. 

Hrunið seinkaði þessu og síðar það, sem sagt hafði verið að yrði óhugsandi og ómögulegt og flokkaðist í lítilsvirðingartón sem "eitthvað annað." 

Nú stendur yfir margþættur undirbúningur undir nýjan orkupakka og sæstrengi, í svipaðri hugsun. 

Og ekki hefur verið hætt við fyrirætlanir um álver norðan við Blönduós svo vitað sé. 

Samhliða þessu hefur verið hrundið af stað stórsókn með því upphaflega markmiði að tífalda fiskeldi í sjókvíum við landið á fáum árum og lokka inn innrás norskra auðjöfra í þeim efnum. 

Í fréttum í kvöld á ljósvakanum var sagt með gróðaglampa í augum: "Fiskkeldið er stóriðja sjávarins."  

Senn verður aldarfjórðungur frá upphafi stórsóknarinnar varðandi auðlindir Íslands til lands og sjávar, og sem fyrr liggur svo óskaplega mikið á. 

Hvers vegna? 


mbl.is Boðar til málþings um áhættumatið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband