Mikil framför síðan 1986.

Í ferð síðuhafa á Íslendingahátíð í Los Angeles 1986 stóð þar þá yfir stór alþjóðleg sjávarútvegssýning. 

Íslenskum gestgjafa mínum varð tíðrætt um það hve illa Íslendingar ræktu þann dýrmæta möguleika til kynningar á íslenskum sjávarútvegi og sjávarafurðum. 

Einn lítilfjörlegur íslenskur bás væri þarna með einum fulltrúa á sama tíma og hinar þjóðirnar legðu mikið í nýtískulega og áhrifamikla kynningu á sínu. 

Enda var öll traffíkin þar en karlinn í íslenska básnum ósköp einmanalegur. 

Merkilegast hefði verið að hitta bandaríska konu, sem græddi mikið á því að selja íslenska skreið til Nígeríu. 

Á þessum tíma var Nígería vandræða viðskiptasvæði fyrir Íslendinga, kvörtuðu yfir ormum í skreiðinni og borguðu seint og illa eða jafnvel alls ekki. 

Bandaríska sölukonan sagði Íslendinga vera úti að aka í markaðsmálunum.  

Þótt Nígería væri fátækt land væri 1 prósent þjóðarinnar vellauðugt fólk. 

Og eitt prósent væri ekki lítið, því að í landinu búa 200 milljónir manna og 2 milljónir borga hundraðfalt hærra verð fyrir hvert kíló af vel verkaðri og umbúinni skreið en fátæklingarnir gætu borgað fyrir möðkuðu skreiðina. 


mbl.is Heiðrún og Guðmundur slógu í gegn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband