Mars hefur alltaf verið vetrarmánuður.

Það er ekkert óeðlilegt við það ef hitinn, það sem er eftir af mars, verður nálægt frostmarki. 

Mars er hreinræktaður vetrarmánuður 

Meðalhiti í mars á Íslandi er lægri en í nóvember. 

 

Tölurnar eru þessar:     

               Reykjavík.   Akureyri.   Hveravellir.  

Nóvember:      1,1         - 0,4       - 4,8  

Mars:          0,5         - 1,3       - 5,8 

 

Á öllum þremur stöðvunum er mars um einni gráðu kaldari en nóvember.           


mbl.is Ekkert vor í kortunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldarfjórðungs gömul tregða.

1995 var persónuafsláttur í hámarki hér á landi, þrátt fyrir að þá væri að enda samdráttarskeið í þjóðarbúskapnum, m.a. vegna minnkandi þorskkvóta. 

2007 var hins vegar búin að vera risavaxin loftbóluhagssveifla, en þrátt fyrir það hafði persónuafslátturinn rýrnað stórkostlega að raungildi. 

Þáverandi stjórnvöld vísuðu öllum hugmyndum um að minnka skattbyrði hinna tekjulægstu afdráttarlaust á bug. 

Sagan af skattpíningu fólks, sem er með allt niður í rúmlega 200 þúsund krónur á mánuði, virðist ætla að verða endalaus, sama hvað fólk segir í skoðanakönnunum. 

Ofan á skattpíninguna bitnar hin gríðarlega hækkun húsnæðisverðs langverst á hinum tekjulægstu. 


mbl.is 83% hlynnt skattalækkunum tekjulægri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sláandi líkindareikningur.

Strax þegar fréttist af flugslysinu í Eþíópíu voru fyrstu viðbrögðin hér á síðunni, að það slys og slys í Indónesiú fjórum mánuðum fyrr væru of lík til þess að það væri tilviljun að báðar væru af sömu nýju gerðinni. 

Frekari líkindareikningur getur verið sláandi. 

Á hverjum degi eru um milljón farþegaflugvélar fljúgandi í heiminum. Varla minna en helmingur þeirra eru búnar viðamiklum sjálfstýribúnaði. 

Af þeim eru aðeins um 300 vélar af gerðinni Boeing 737 Max, eða 0,01 prósent. Ef allt væri með felldu ættu líkindi á því að tvær vélar af þessari gerð færust við lík skilyrði með skömmu millibili og væru einu stóru flugslysin í heiminum, að vera nær engin. 

Nema að eitthvað svipað væri að þeim. 

Fyrsta setningin í fyrsta pistlinum var þó að sjálfsögðu sú, að of snemmt væri að fullyrða neitt afgerandi um þetta. 

Nú virðst hins vegar vaxandi likur á því að svipaður agnúi eða galli hafi verð höfuðorksök þess að báðar vélarnar fórust. 

 


mbl.is Hugbúnaðaruppfærsla í vinnslu hjá Boeing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband