Borg umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs.

Ef síðuhafa misminnir ekki, fékk Reykjavíkurborg umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir nokkrum árum. 

Samt er það svo að þegar mágkonan kemur í heimssókn suður til Reykjavíkur frá Bolungarvík og það er austanátt, undrast hún brennisteinsfýluna sem fyllir loftið frá virkjunum, sem er byggðar eru á rányrkju. 

Og fyrstu viðbrögð síðuhafa komandi til Reykjavíkur frá Brussel í síðustu viku með flensu á lokastigi var að fá rækilegt hóstakast vegna svifryks. 

Einn vinunum á bíl í Sviss, sem hann notar við hlutastarfsvinnu sína þar. Aldrei þarf að hafa áhyggjur af því að dusta rykið af honum, en hér heima er bíll hans stundum grútskítugur þegar hann kemur heim frá Sviss vegna ryksins í loftinu. 

Einn erlendur ferðamaður sagði frá því í sjónvarpsfrétt yfir nokkrum dögum að heita vatnið hjá okkur væri algert skólp. 

Hefur líkast til ekki fengið að vita hvers vegna. 

Það eru ár og áratugir síðan kominn var tími til að taka til hendi eins og nú er loks byrjað á í svonefndum loftgæðamálum, sem stundum mætti alveg eins kalla loftmengunarmál. 


mbl.is Skoði að hafa frítt í strætó á „gráum dögum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Mikil breidd í kastinu..."

Greinilegt er á viðtökum við söngleiknum Matthildi, að sýningin er einkar vel heppnuð og brosin ná út að eyrum á myndunum, sem fylgja frásögninni af frumsýningunni. 

Þetta sýnir mikla grósku í leikhúslífinu og styrkleika leikhúsanna og leiklistarinnar, sem er mikilvæg fyrir íslenska menningu. 

Þess vegna hnykkti síðuhafa við í gærkvöldi, þegar hann heyrði ekki betur álengdar en að sagt væri í umsögn á RÚV um sýninguna að "það væri mikil breidd í kastinu." 

Þetta var eins og að slegið hefði saman menningarfréttum og íþróttafréttum af innanhússmóti í köstum, hvernig sem það gengur nú upp að það sé breidd í kastinu hjá einhverjum. 

En það var verið að tala um leikhúshópinn eða sviðshópinn en ekki kast. 

Hins vegar virðist þannig komið málum, að kvikmyndargerðarfólk og leikhúsfólk getur ómögulega annað en tönnlast á því að tala um "krúin" og "köstin" þegar verið er að tala um leikhúpa og kvikmyndagerðarfólk. 

 


mbl.is Frumsýning á Matthildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögmál Murphys og máttur peninganna.

Lögmál Murphys segir að geti eitthvað farið úrskeiðis á einhvern hátt, muni það gerast fyrr eða síðar. 

Saga flugvélahönnunar og flugvélasmíða geymir fjölmörg dæmi um það. 

Þegar Comet þoturnar voru teknar í notkun 1952 voru fjölmargar nýjungar sem fylgdu vélunum og voru bein afleiðing af miklu meira afli, hraða og hæð, en tíðkaðist á flugvélum með bulluhreyfla. 

Það ríkti mikið kapphlaup á milli flugvélaframleiðenda og gríðarlegir peningalegir hagsmunir í húfi. 

Þegar rað-slys tóku að herja á Comet vélarnar varð brátt augljóst, að menn höfðu flýtt sér of mikið. 

Á endanum frestaðist það um sex ár að Comet-þoturnar kæmust í gagnið, og þá voru stærri og afkastameiri þotur Bandaríkjamanna komnar í forystu. 

Betra hefði verið fyrir Breta að flýta sér hægar og sitja ekki uppi með úrelta hönnun og láta Boeing og Douglas standa uppi sem sigurverara. 

Svipað er í raun að gerast nú varðandi keppnina milli Airbus 320 og Boeing 737. 

Hinn óvægni markaður fyrir farþegaflug hefur gert flug með 100-240 farþega að langstærsta markaðshlutanum. 

Airbus er 20 árum nýrri hönnun en upprunalegu mjóu skrokkarnir hjá Boeing og fólkið hefur stækkað og þyngst á alla kanta. 

Það finnst til dæmis strax þegar sest er í sætin í Airbus að skrokkurinn er 16 sentimetrum breiðari en á gömlu, mjórri skrokkum Boeing.

16 sm sýnist kannski ekki vera mikið, en munurinn fyrir hvert sæti er álíka og í aftursætinu á milli VW Polo og Passat.  

Asinn við að þrýsta 737 Max á markað sem allra fyrst hefnir sín nú, svipað og gerðist meðComet fyrir tæpum 70 árum. 

Og sparnaður í tíma og peningum hjá FAA með því að slaka á eftirlitsklónni hefur opnað hinu miskunnarlausa lögmáli Murphys aukna möguleika til þess að láta að sér kveða.

Á sínum tíma gekk Airbus lengra í sjálfvirkni og tölvustýringu (Fly-by-wire) en keppinautarnir og gekk það ekki allt snurðulaust fyrir sig. Frægt myndskeið er af því þegar alveg sjálfvirk þota fórst þegar sýna átti hina nýju tækni. 

 

 


mbl.is Boeing fékk mikið vald á öryggiskoðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband