Ein tegund landlægrar spillingar í sumum löndum: Fölsuð réttindi.

Lengi hefur það verið viðloðandi í sumum löndum Mið- og Suður-Ameríku að réttindi og prófskírteini eru fengin með mútum eða svikum. 

Eitt þekktasta dæmið var þegar upprennandi ungur valdamður í Mexíkó fórst í aðflugi að höfuðborginni, vegna þess að flugmennirnir höfðu afla sér falsaðrar réttinda til að fljúga þotunni, sem var leiguvél, og réðu ekki við hana í aðfluginu. 

Mátti þakka fyrir að margfelt fleiri færust ekki í þessu hörmulega slysi. 


mbl.is Byggði feril sinn á fölsuðum prófskírteinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það tók meira en hálfa öld að afhjúpa skaðsemi reyktóbaks.

Framleiðendur reyktóbaks voru útsmognir við að útbreiða notkun þess á síðustu öld. 

Þekktir leikarar og annað frægt fólk var keypt til að auglýsa það sem tákn hreysti og útiveru. 

Um miðja öldina fóru að myndast glufur í þessa ímynd, en tóbaksframleiðendur sýndu glæpsamlega ósvífni þegar þeir lögðu fram gögn, meira að segja í yfirheyrslu þingnefndar Bandaríkjaþings, sem áttu að sanna hollustu reykinganna. 

Notkunin á frægum persónum fór síðan smám saman að koma þessum glæpamönnum í koll þegar hver stórleikarinn á fætur öðrum fékk krabbamein fyrir allra augum, svo sem Humphrey Bogart og Nat King Cole. 

Þetta fólk varð að lifandi og síðar deyjandi dæmum um skaðvaldinn. 

En áfram var streist við að viðhalda reykingunum og frá því að efasemdirnar um tóbakið byrjuðu og þar til loksins náðist að setja á reykingabann leið meira en hálf öld.  

Rafrettuæðið þrífst á svipuðu og tóbaksreykingarnar fyrstu áratugina svo lengi sem ekki er hægt að sanna skaðsemi þeirra. 

Það er "in" og "töff" að reykja og fyrirbærið er svo nýtilkomið, að ef einhver slæm áhrif fylgja því, mun það taka marga áratugi að finna það út. 

Nikótínfíkn er einhver sú skæðasta sem þekkist, jafnvel erfiðari við að eiga en hjá verstu fíkniefnum. Það er því kaldhæðnislegt að það er talið af hinu góða að framleiðendur rafretta nýt fíknina til að selja sem mest af þeim á þeim forsendum, að þær séu skárri en reyktóbakið. 


mbl.is San Francisco íhugar rafrettubann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæti verið öryggisatriði í Kötluhlaupi til vesturs.

Það er orðinn margra ára draumur að brúa Þverá svo að hægt sé að búa til nýja hringleið á hinu vinsæla ferðamannasvæði vestur af Hvolsvelli

Þetta snýst ekki aðeins um hagræði fyrir alla á svæðinu og hagræði fyrir ferðaþjónustu, heldur má ekki afskrifa þann möguleika, að líkt og þegar Drumbabótarskógurinn þurrkaðist út í hlaupi, sem kom úr Kötlu og fór vestur í Landeyjar. 

Þótt slík tilfelli virðist vera miklu fátíðari en hlaup niður á Mýrdalssand eða Sólheimasand, verður að líta til þess að stórhlaup í vestur gæti valdið miklu meira tjóni og usla en nokkurt annað. 

Þá ríður á miklu að undankomuleiðir séu sem flestar. 


mbl.is Oddabrú yfir Þverá í sjónmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband