Hvers vegna að innleiða pakkann ef hann "hefur ekki þýðingu hér nú"?

Fyrirvarinn, sem ríkisstjórnin ætlar að setja fyrir að samþykkja þriðja orkupakka ESB hér á landi, byggist á því, að vegna þess að pakkinn hafi ekki þýðingu hér á landi nema sæstrengur verði lagður til landsins, sé nóg að slá því föstu að það þurfi nýtt samþykki fyrir honum ef strengur kemur. 

Í þessu er augljós mótsögn. Ef pakkinn hefur enga þýðingu fram að þeim punkti, hvers vegna að vera að innleiða hann? 

Af hverju frekar að innleiða hann en til dæmis járnbrautarpakkann á meginlandinu? 

Málið væri auðveldara við að eiga nú, ef hálfsofandi þingmenn hefðu ekki samþykkt það fyrir tveimur árum að orkupakkarnir skyldu heyra undir EES-samninginn. 

Það hefðu þeir ekki átt að gera, því að með því að snúa við blaðinu nú, finnst Norðmönnum við koma í bakið á þeim ef við vísum pakkanum frá núna. 

Hálfur skaðinn varð þegar pakkinn var settur undir EES, en málið verður enn verra ef við hunskumst ekki til að segja strax: Hingað og ekki lengra.  


mbl.is Leggja til orkupakka með fyrirvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband