Tákn um nýja tíma.

.Á 100 ára afmælisfundi Norræna félagsins í Norræna húsinu í dag kom fram að um fjórðungur íslenskra lækna, alls 400, starfi í Svíþjóð, eða um fjórðungur. 

Þetta er eitt af tímanna táknum um fyrirbæri, sem kalla má alþjóðavæðingu og hefur bæði kosti og galla. 

Jafnmargir erlendir ríkisborgararar eru nú búsettir hér á landi og nemur þriðjungi allra Reykvíkinga. 

Og 47 þúsund Íslendingar eru búsettir erlendis. 

Margir fyllast skelfingu við að heyra svona tölur og tala um nauðsyn þess að skella landamærum í lás. 

En tölurnar sýna, að það yrði dálítið seint í rassinn gripið. 


mbl.is 47 þúsund Íslendingar búa erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fer eftir því hvað miðað er við.

Uppgangur ferðaþjónustunnar frá 2011 hefur ekki einasta verið slíkur, að við komumst út úr Hruninu, heldur er hann fráleitur grundvöllur fyrir alls konar upphrópunum, sem nú heyrast með notkun á orðunum "samdráttur", svo sem: "Mikill samdráttur hefur orðið í aukningu." 

Á aðeins sex árum hefur farþegafjöldi WOW aukist úr engu upp í 3,5 milljónir og það er fráleitt að miða við fyrirbæri sem hefur blásið upp í himinhæðir eins og eldflaug. 

Vonandi tekst að vinna úr vandræðum WOW og það er til dæmis ekki sanngjarnt þegar birtur er erlendur listi yfir "verstu flugfélög heims" og lággjaldaflugfélögin höfð þar eins og sakborningar. 

Þegar rýnt er í röksemdir fyrir svona dómum kemur í ljós að lágt miðaverð er ekki nefnt á nafn sem ávinningur fyrir flugfarþega. 

En í augum farþega þessara flugfélaga er það einmitt lága fargjaldið sem vegur þyngst á vogaskálunum þegar metið er hvort yfirleitt sé hægt að komast leiðar sinnar. 

Þeir vita að á móti kemur fábreyttari föst þjónusta en sætta sig við það. 

Og þegar sagt er að landsframleiðsla geti dregist saman um 0,9 - 2,7% ef WOW hverfur af markaðnum er verið að miða við langmestu landsframleiðslu allra tíma, tugum prósenta meiri en var fyrir árartug. 


mbl.is Gæti dregist saman um 2,7%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreppsstjórinn fann týnda úrið sitt uppi í fjalli 35 árum eftir hvarf þess.

Jónatan Líndal, bóndi og hreppsstjóri á Holtastöðum í Langadal var í smalamennsku uppi í Holtataðafjalli þegar hann týndi forláta úri sínu, án þess að hafa hugmynd um hvar. 

Úrið var stórt, í keðju, og þurfti að opna hulstur utan um það til að sjá á klukkkuna. 

Svo liðu árin en 35 árum síðarm um miðja öldina var hann á ferli um fjallið og rambaði þá fram á úrið fyrir einstækra tilviljun, því að ytra byrði hulstursins var orðið ryðgðað og því erfitt að sjá það. 

Hann opnaði hulstrið, sá að úrið ver stráheilt, dró það upp, og gekk það eftir þetta "eins og klukka." 

Þessi frétt rataði í blöðin og þótti merkileg á sinni tíð. 

Ég vona að ég fari rétt með árin, sem úrið var týnt, en það voru einhverjir áratugir. 


mbl.is Komu í leitirnar nær þrjátíu árum seinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband