Hve oft og lengi á að þurfa að benda á þetta?

Það eru mörg ár síðan byrjað var að benda á að við Íslendingar stefndum í að fara skelfilegar hrakfarir vegna stórslyss á hafinu í kringum landið, sem við væru algerlega óviðbúnir. 

Frá því að þetta var fyrst rætt hefur orðið sprenging í fjölda ferðamanna og skemmtiferðaskipa en samt hefur verið sofið á verðinum. 

Hvað á að þurfa að segja þetta oft áður en brugðist verður við. Hve lengi ætla menn að spila þessa hrikalega háskalegu rússnesku rúllettu? 

Þarf virkilega að bíða eftir því að allt fari á versta veg áður en brugðist verði við augljósri vá?


mbl.is „Okkur er öllum brugðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótalin eru áhrif á þingmenn til þess að eyðileggja lyfjaeftirlitið.

Glæpaferill milljarðamæringanna sem hafa drifið óopíóðafaraldurinn áfram í Bandaríkjunum er enn fjölþættari en lýst er í tengdri frétt á mbl.is. 

Þeim tókst að nýta sér fjárhagslegt tak sitt á þingmönnum til að fá tvo þeirra, sem voru þingmenn ríkis sem átti mikla fjárhagslega og atvinnulega hagsmuni af því að framleiðsla eitursins yrði ekki skert, til að leggja fram frumvarp á Bandaríkjaþingi og fá það samþykkt, sem fól í sér að eyðileggja lyfaeftirlit Bandaríkjanna. 

Þessu var skilmerkilega lýst í sjónvarpsþættinum 60 mínútur í fyrra. 


mbl.is  „Klappstýrur“ hættulegu verkjalyfjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband