Heimsmeistararnir standa fyrir kennslustund.

Frönsku heimsmeistararnir í knattspyrnu hafa staðið fyrir kennslustund í kvöld í leik Frakka og Íslendinga. 

Við því er lítið að segja. Heimsmeistaraliðið er klassa fyrir ofan liðið okkar og raðar inn glæsimörkum fyrir fullum heimaleikvangi.

"Það er ekkert öðruvísi" myndi Bubbi segja. 


mbl.is Heimsmeistararnir léku Íslendinga grátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ævintýrin enn gerast"?

Síðuhafi fór dálítið glannalega fyrir um hálfri öld þegar hann lagði hljómsveitinni Ævintýri orð í munn. "Þá förum við til tunglsins upp á grín" var dæmi um slíkt. 

En nýjasta fréttin af WOW air felur í sér ævintýri ef þessi nýjasta áætlun gengur eftir. 


mbl.is Kröfuhafar hlynntir endurreisn WOW air
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saving WOW? How?

Það var kannski möguleiki á að halda WOW air á floti um skamma hríð þegar eldsneytisverð rauk upp og gera það í þeirri von að verðið lækkaði fljótlega aftur. 

En slik staða er ævinlega vandmeðfarin, því að þegar byrjað er að bíða og taka áhættu, er alltaf erfitt að ákveða, hvenær rétti tíminn er til að gera ráðstafanir. 

Það er svona eins og að standa fyrir framan spilasjálfsala og hætta leiknum þegar hann hefur gengið vel í byrjun.

Um daginn fór síðuhafi með vél WOW air frá Brussel til Íslands, og enda þótt ein flugferð segi svo sem ekki neitt, vakti það ekkert sérlega mikla bjartsýni að sjá, að nóg var af lausum sætum, því að fleiri í vélinni voru auð en setin.

Þetta var augljóslega ekki ferð til fjár fyrir flugrekandann.  

Fyrir um 40 árum var svart útlit í íslensku millilandaflugi. 

Þá var einboðið að ekki var hægt að láta lífæðina rofna. 

Nú eru aðstæður allt aðrar, tugir flugfélaga fljúga milli Íslands og annrra landa og eins dauði getur orðið annars brauð. 

Barátta og sóknarhugur Skúla Mogensen hefur verið aðdáunverður en aðstæðurnar snerust harkalega í óhag og því virðist það, sem framundan er, verða dauðastríð framsækins flugfélags, því miður.  

 

 

 

 


mbl.is Ólíklegt að skuldum verði breytt í hlutafé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnir í stærsta mögulega vandræðahnút kjaramála?

Engu er líkara en að einhver fjarlæg risahönd stjórni þeirri atburðarás, sem fer í hönd á næstu vikum og stýri stórviðburðum í viðskipta- og atvinnulífi í stærsta mögulega vandræðahnútinn sem hugsast getur. 

Vandræði, óvissa og fyrirsjáanlegt gjaldþrot WOW air virðast eru nú vea að bætast ofan á allt það sem er að hlaypa kjaramálum upp á illleysanlegan hátt. 

Nú mun reyna á þolrif allra sem eru að dragast inn í alveg nýtt ástand á þessu sviði. 

Í öllu þessu umróti virðist eitt þó ætla að verða skýrt þegar heildarlausnin er skoðuð: Sjálftökukjarabótin sem elítan skenkti sér verður ekki hreyfð né möguleikar á að hækka skatta á þá sem mest bera úr býtum. 

 


mbl.is Fundinum slitið vegna WOW air
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er líklega best að þetta sé langhlaup í rétta átt.

Síðuhafi hefur lengi dáðst að Bergþóri Pálssyni, til dæmis fyrir átakið í líkamsrækt sem hann hefur farið í með glæailegum árangri. 

Hins vegar geyma sögur margra dæmi um um vonbrigði vegna þess að eftir geysilegan árangur á undra stuttum tíma hefur oft komið lygilega mikið bakslag. 

15 kílóa létting er í raun meiri létting, því að á sama tíma efldi Bergþór vöðvamassa sinn og vöðvar eru þyngri en fita. 

Síðuhafi var orðinn 97 kíló í lok október, en samkvæmt formúlunni, sem flestir nota, er það við mörk þess að vera frekar feitlaginn / of þungur. 

Fordæmi Bergþórs, - en einnig bakslög hjá öðrum, hefur sannfært mig um að of grimmt svelti geti komið mönnum í koll á þann veg, að líkaminn bregðist við sveltinu með því að breyta efnaskiptum til mótvægis. 

Því skipti miklu að gera þetta hægt, en þó ævinlega í rétta átt, jafnvel þótt þyngdin standi í stað í nokkrar vikur. 

Síðuhafi hóf því kúr í lok október og setti sér það markmið að byrja á því að létta sig um tíu kíló, en þó ekki hraðar en 1,5 kíló á mánuði. 

Í janúarbyrjun settu axlarbrot og fleiri meiðsli í umferðarslysi strik í reikninginn næstu átta vikurnar, vegna hreyfingarleysis, og í kjölfarið nú í mars kom fyrsta flensan með snert af lungnabólgu í heil 20 ár og truflaði endurhæfinguna eftir slysið í hálfan mánuð. 

Nú er ég orðinn nógu góður til að hlaupa að nýju upp fjórar hæðir á 30 sekúndum í líkamsrækt minni og hef létt mig um 9 kíló á tæpum sex mánuðum, þrátt fyrir áföllin, eða um 1,5 kíló á mánuði, - en 2,5 kíló á mánuði ef veikindakaflarnir eru dregnir frá. 

Átakið byggist ekki á neinu allsherjar banni, heldur á því neyta minna af öllu en áður, vigta mig tvisvar á hverjum degi og hafa strangt eftirlit og aðhald varðandi það sem borðað er. 

Samfelld vigtun miðar að því að þyngjast ekki meira en eitt kíló, ef svo ber undir, en þyngd flestra sveiflast í allt að eitt kíló í dagssveiflum, og það kemur fyrir að kíló bætist við í takmarkaðan tíma. 

 

 


mbl.is Bergþór Pálsson „féll“ í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband