Stikkprufur segja ekki allt í flugfargjöldum.

Að taka afar takmarkaðar stikkprufur varðandi flugfargjöld á einni leið um eina helgi er afar takmörkuð aðferð til að alhæfa um farmiðaverð. 

Sem dæmi má nefna að fyrir tveimur vikum fékkst far á milli Brussel og Keflavíkur með eina ferðatösku meðferðis fyrir 44.500 hjá WOW air en 58.000 hjá Icelandair, og þessi verðmunur er allur annar en birtur er í stikkprufu í tengdri frétt á mbl.is. 

Brusselflugið hjá WOW var keypt með þriggja vikna fyrirvara en hjá Icelandair með eins dags fyrirvara. 

Breyturnar eru það margar og fjölbreytning það mikil að það þarf margfalt viðameiri könnun en eins konar stikkprufur til þess að sjá rétta mynd. 


mbl.is 100 þúsund krónum ódýrara með WOW
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðferð heimsmeistara: Að taka sér tíma og þreyta andstæðinginn.

Tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM karla voru næsta keimlíkir hvað það varðaði að í báðum var annað liðið klassa ofar hinu að getu og nýtti sér það. 

Íslendingar tóku sér góðan tíma í Androrra til þess að yfirspila andstæðinginn af þolinmæði og fara ekkert á taugum þótt síðara markið kæmi ekki strax. 

Smám saman þreyttist lið örþjóðar, sem er fimm sinnum fámennari en Íslendingar og á ekki jafn mikið úrval af leikmönnum sem spila með þeim bestu í atvinnumennsku í öðrum löndum. 

Í París voru sjálfir heimsmeistararnir í stöðu stórþjóðar á heimavelli í leik gegn liði 150 sinnum fámennari þjóðar. 

Þegar staða leikmanna beggja liða er skoðuð sést vel, að heimsmeistararnir eiga sterkara lið mann fyrir mann, fleiri menn í byrjunarliðum þeirra besgtu í atvinnumennskunni. 

Frakkarnir tóku sér nógan tíma og urðu ekkert ´órólegir, þótt mörkin stæðu á sér. 

Á kköflum léku þeir leiðinlega knattspyrnu sem buyggðist á meiri færni í samspili og sterkara liði mann fyrir mann, sem hélt boltanum og lét andstæðingina hlaupa langtímum saman án boltans. 

Þegar leið á leikinn fóru mikil hlaup íslenska liðsins í þessum eltingaleik að taka sinn toll í snerpu. 

Í flestum markanna munaði kannski ekki nema einu feti í staðsetningum leikmanna á því hvort árás heppnaðist eða ekki, ævinlega heimsmeisturunum í vil. 

Íslenska liðið reyndi hvað það gat að hamla gegn augljósum og eðlilegum gæðamun á heimsmeisturum og næstu liðum fyrir neðan þá. 

Það er engin skömm að tapa slíkum leik, þótt margir felli harða dóma. 

Áfram, Ísland! 


Bloggfærslur 26. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband