Minnir um sumt á fyrstu ár Stöðvar 2.

Fyrstu ár Stöðvar 2 voru einstæð að mörgu leyti. Flestir "álitsgjafar" og "sérfræðingar" voru sammála um það að enginn markaður væri fyrir fleiri sjónvarpsstöðvar en Sjónvarpið og að Stöð 2 væri eins konar geimórar á fjölmiðlasviðinu. 

Ekki verður tölu komið á allar andlátsfregnir fyrirtækisins næstu ár og áratugi. 

Síðuhafi var einn þeirra, sem í fyrstu taldi að ekki væri rými fyrir aðra sjónvarpsstöð. 

En át það óbeint ofan í sig þegar hann fór yfir á nýju stöðina þegar hún hafði starfað í tvö ár.

Fyrstu árin var ástandið oft þannig, að menn vissu ekki dag frá degi hvort stöðin héldi lifi til morguns. 

Fyrstu eigendurnir voru foknir eftir örfá ár og sífelld eigendaskipti og hallarbyltingar auk stórlewga ýktra andlátsfregna hafa verið fylgifiskar þessa magnaða fyrirbæris. 

Það, að hún skuli hafa lifað af fyrstu 33 árin ætti þó að hafa sýnt fram á, að sú skoðun stóðst ekki að ekki væri markaður fyrir stöðina. 

Fyrstu ár WOW air minna um sunt á þetta. Að minnsta kosti hafa fyrirsagnir um "dauðastríð" og óhjákvæmilegt gjaldþrot dúkkað upp æ ofan í æ. 

Og þá er spurningin hvort WOW air sé kannski fyrirbæri esm eigi erindi rétt eins og Stöð 2 á sinni tíð, og að þess vegna sé þetta dæmi um fyrirtæki, sem ekki sé skynsamlegt að láta fara lóðbeint í þrot.  

P.S. Nýjustu fréttir í morgunsárið 28. mars eru þær að mistakist hafi að tryggja áframhald reksturs WOW air. En rétt eins og að það reyndist vera grundvöllur fyrir fleiri sjónvarpsstöðvum en RÚV, hlýtur að verða áfram tilveruréttur fleiri flugfélaga en þessara hefðbundnu. Og ekki voru það öryggismálin sem fóru með WOW air. Einu vandræðin núna í þeim varðar þotur hinna hefðbundnu flugfélaga. 


mbl.is WOW reynir að semja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölbreytilegri áhrif hér á landi en víðast annars staðar.

Ótal fróðlegar upplýsingar komu fram á góðum fundi um loftslagsmál, sem haldinn var í Háskólabíói í kvðld. 

Eitt atriðið var það, að jafnvel þótt hlýnun loftslags á jðrðinni fari ekki yfir 1,5 gráðu muni kóralrif og kórallar dragast saman um 70 prósent í höfunum vegna súrnunar þeirra. 

En þetta lífríki er undirstaða fjórðungi lífs heimshafaanna.

Í ljósi þessa er dapurlegt að sjá grein í Morgunblaðinu í dag þar sem nánast er hrópað á það að auka koldíoxíð í andrúmsloftinu sem allra mest og þar með súrnun hafanna. 

Á fundinum í gærkvöldi skýrðist enn frekar sú mynd, sem síðuhafi vakti athygli á á svonefndu Evrópuþingi dreifbýlsins, sem haldið var í Venhorst í Hollandi í október 2017 og hafði sem megin þema umhverfismál og sjálfbæra þróun.

Urðu margir fulltrúar undrandi þegar þeir fréttu af hinum fjölþættu afleiðingum sem hlýnun geti haft á Íslandi. 

Ísland er til dæmis eina landið þar sem hvarf jöklanna mun lyfta landinu og með því auka tíðni eldgosa með tilheyrandi hamfaraflóðum og öskufalli, sem getur haft áhrif um alla jarðarkringluna. 

Þar að auki veldur það að öskulögin í jöklunum koma betur í ljós við bráðnun því, að jöklarnir kasta minna sólarljósi frá sér og bráðna því enn hraðar. 

Stórir, nýir firðir eða djúp vötn á borð við Jökulsárlón og komandi Skeiðarárlón, eru hluti af stórfelldum breytingum á landinu samfara dauða jöklanna.

Á Suðausturlandi hækkar land um 2,7 sm á ári, en það gerir tæpa 3 metra á öld.  

Fuglategundir og fiskistofnar eru þegar byrjaðir að breytast og flóra landsins sömuleiðis.CO2 í 600 milljón ár  

P.S. 

Vegna ummæla Halldórs Jónssonar í athugasemd um að CO" sé í sögulegu lágmarki einmitt núna, er hér línuritið sem hann byggir þessa fullyrðingu á. 

Ef slegið er máli á þykkt línanna sést að breidd þeirra er 50-200 þúsund ár, þannig að sveiflur siðustu tugþúsunda ára drukkna inni í línunum. 

Enda er út í hött að vera að miðað við ástand jarðar og lífs á henni hundruðum milljóna ára áður en maðurinn kom fram á sjónarsviðið.  


mbl.is Jöklarnir munu hverfa innan 200 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sullenberger fékk 38 sekúndur.

Í upphafi rannsóknar bandarískra flugmálayfirvalda á nauðlendingu Sullenbergers flugstjóra á Hudson ánni eftir að fuglar slógu út báðum hreyflum vélarinnar skömmu eftir flugtak, var í fyrstu reynt að sýna fram á að ef hann hefði brugðist strax rétt við, hefði hann getað snúið þotunni við og svifið henni til baka inn til brottfararflugvallar. 

Þetta var niðurstaða eftirlíkinga í flughermum. 

Sullenberger benti á, að því aðeins gat hann brugðist svona skjótt við ef hann vissi fyrirfram um hvað væri að ræða, en hann væri hins vegar maður en ekki vélmenni og hafði því þurft tíma í stað þess að rasa um ráð fram. 

Fékk hann því framgengt að gert væri ráð fyrir að hann fengi 38 sekúndur til þess að finna út hvað hægt væri að gera og að eftir því yrði líkt í flughermum. . 

Þegar það var gert og atvikið sett í flughermi, kom í ljósa að nauðlending á ánni var lang skásti kosturinn, því að vélin dró hvergi inn til vallanna, sem næstir voru. 

Örfáar sekúndur til eða frá geta skipt sköpum og talan 40 sekúndur hjá flugmönnum Lion Air segir sína sögu. 


mbl.is Líktu eftir flugslysinu í flughermi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband