Tvö myndskeið í myndinni "In memoriam?" af íshruni.

Í kvikmyndinni "In memoriam?" sem hlaut önnur tveggja aðalverðlauna á kvikmyndahátíðinni í Canavese á Ítalíu 2004, eru tvö myndskeið af mögnuðu íshruni á tveimur aðskildum stöðum, í Grímsvötnum og Kverkfjöllum. DSC05800

Þetta kemur upp í hugann þegar birt er myndskeið af íshruni og flóðbylgju við brún Breiðamerkurjökuls á mbl.is.

Bæði íshrunin í "In Memoriam?" náðust fyrir ótrúlega tilviljun, einkum Kverkfjallahrunið. 

Grímsvatnahrunið má sjá á facebook síðu minni, en þessi myndrammi er af byrjun þess, að ísturninn fyrir miðri mynd hrynji gersamlega. 


mbl.is Flóðbylgja við Breiðamerkurjökul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úkraínskur Jón Gnarr?

Svarið við spurningunni gæti verið jákvætt, en ef spillingin og getuleysið í íslenskum stjórnmálum var þess eðlis að Jón Gnarr yrði svarið í borgarmálum Reykjavíkur, er þðrfin fyrir úkraínskan Jó Gnarr yfirþyrmandi. 

Spillingin í Úkraínu hefur verið lengi í þvílíkum hæðum, að vafasamt er að nokkur von sé til þess að vinna bug á henni. 

Eitt fleygasta svar Jóns Gnarr á sínum tíma var þegar hann var spurður álits í Reykjavíkurflugvallarmálinu.

Hann svaraði: "Ég veit það ekki. Ég hef enga reynslu af því að flytja flugvöll." 

Og grínistinn í Úkraínu gæti svarað á svipaðan hátt, ef hann er spurður hvort og hvernig hann ætlaði að vinna bug á spillingunni í Úkraínu:

"Ég veit það ekki. Ég hef aldrei áður lagt niður spillingu." 


mbl.is Grínisti með mesta fylgið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband