"Hvernig væri að líta á landakortið?"

Þessarar spurningar spurði kanadískur sérfræðingur í stórmerkilegu viðtali við Boga Ágústsson sem fór fram hjá samanlögðum fjölmiðlunum, þegar hann var spurður álits á stórskipahöfn í Finnafirði. 

Og þegar litið er á landakortið sést að siglingaleið frá austurströnd Bandaríkjanna til Japans liggur annars vegar um norðvesturleiðina vestan við Grændland og hins vegar meðfram strönd Noregs. 

Siglingaleið frá Evrópu til Japans og Austur-Asíu liggur annars vegar fyrir vestan Grænland, þannig að tekinn yrði stór krókur með því að fara norður til öfugs landshorns á Íslandi og síðan suður fyrir suðurodda Grænlands.

Hin leiðin liggur einfaldlega með strönd norðvestur Evrópu og yrði stór krókur að fara um Ísland. 

Kanadíski viðmælandinn benti á, að engin stórskipahöfn getur þrifist án rándýrra og viðamikilla innviða og þjónustu, upp á hundruð og jafnvel þúsundir milljarða sem skorti gersamlega í Finnafirði.

Allsherjar þjónusta vegna stórskipasiglinga kostaði meðal annars uppbyggingu í skipaviðgerðum og aðgang að umfangsmikilli þjónustu í tengslum við nútíma tæknivæðingu auk góðra samgangna á landi og í lofti. 

Meira að segja væri jafnvel Akureyri hvergi nærri með nægilegt umfang innviða og þjónustu, og eina svæðið sem kæmi til greina á Íslandi væri á suðvesturhorninu, ef ætlunin væri að lokka stórskipasiglingar út úr augljósum siglingaleiðum. 

Og í framhaldi af því má spyrja hvort verkefnin í samgöngum hér á landi séu ekki ærin nú þegar vegna núverandi samgöngumannvirkja. 

 

 


mbl.is Félag stofnað um Finnafjarðarhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einstakt "haltu mér - slepptu mér" ástand.

Fáir hefðu getað spáð því fyrir þegar Bretar ákváðu í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga úr ESB, hvaða atburðarás væri að fafa í gang og ekki sér enn fyrir endann á. 

Því að niðurstaðan hefur í raun orðið einstakt "haltu mér - slepptu mér" ástand sem sífellt teygist á og viðheldur veru Breta í ESB. 

Um tíma trufluðu kosningar til Evrópuþingsins málið, en nú virðist það hefur það teygst fram yfir þá truflun þannig að Bretar sitja áfram í raun inni í ESB með því sem slíku fylgir. 


mbl.is May samþykkir sex mánaða frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband