Lágmarks úrbætur. Þingvallavatni ógnað?

Þegar Þingvallavegur frá Þjónustumiðstöðinni til austurs var lagður í tilefni af þjóðhátíðinni 1974, óraði engan fyrir þeirri ferðamannaspreningingu sem orðið hefur síðan 2011. 

Vegurinn hefur verið hættulega mjór fyrir þá stóru bíla, sem nú fara um hann. 

Þegar náttúruverndarfólk bað um mat á þessum framkvæmdum á sínum tíma fékk það orð í eyra fyrir meintar öfgar og ábyrgð á töfum á upphafi framkvæmda. 

Í þeirri gagnrýni var skautað fram hjá því að krafan snerist ekki um það að banna úrbætur, heldur aðeins um það sjálfsagða atriði að vandað væri til verka á þessu viðkvæma svæði eins og kostur væri og eðlilegt í alla staði. 

Vegna umræðna um það mál skoaði síðuhafi málið og minnir að niðurstaðan hafi verið sú að aðeins yrði um 75 sentimetra breikkun að ræða á hvorri öxl og að eftir sem áður yrði um minnkaðan hraða að ræða, en það er mikilvægt, bæði út frá öryggissjónarmiðum og umhverfissjónarmiðum. 

Umhverfissjónarmiðin snúast ekki síst um það, að hreinleika Þingvallavatns er ógnað með framkvæmdum, mannvirkjum og umferð á vatnasvæði þess. 

Þjóðgarðurinn er á Heimsminjaskrá UNESCO og vatnasvæðið og jarðfræðilegt gildi þess á heimsmælikvarða, auk hins menningarlega gildis. 

Vatninu kann líka að vera ógnað vegna stóraukinnar umferðar.

Pétur M. Jónasson er vatnalíffræðingur, sem nýtur mikils álits vegna starfa sinna, og hefur haft uppi sterk varnaðarorð vegna þess að heimsfrægum hreinleika vatnsins sé ógnað af völdum efna úr útblæstri bifreiða við vatnið. 

Niðurstaða rannsókna hans hafa eins og svo margt annað hér á landi, ekki hafa fengið að njóta þeirrar samþykktar okkar á Ríósáttmálanum og öðrum alþjóðlegum reglum, að náttúran skuli njóta vafans, ef hann er einhver.  

Í ofanálag fer hiti vatnsins hækkandi og þar með hættan á að tærleiki þess muni dvína. 

Eiturefni hafa mælst í vatninu sunnanverðum (arsen), en Nesjavallavirkjun og affall þess eru aðeins fáa kílómetra fyrir sunnan vatnið. 

Rafvæðing bílaflotans kann að draga úr útblæstri bíla, en einnig gætu vegabætur og stytting leiða fyrir sunnan vatnið, fyrst milli Hveragerðis og Selfóss, en síðar áfram upp Grímsnes dregið úr umferð fyrir norðan vatnið. 

Þetta allt þyrfti að rannsaka sérstaklega, því að miklu meiri verðmæti eru fólgin í Þingvallavatni og umhverfi þess en menn gera sér grein fyrir. 

 


mbl.is Loka Þingvallavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strik í eldsneytisreikninginn. Undirliggjandi orsök margs.

Eldsneytisverð er geysilega snar þáttur í flugi og hefur haft æ meiri áhrif síðustu árin.

Til þess að vera samkeppnisfær verða allir aðilar ao spila lúmskan áhættuleik. 

Það sést þegar skoðaðar eru undirliggjandi ástæður áfalla af ýmsum toga. 

1997 stóð Boeing á hátindi velgengni, sem hafði áunnist með því að komast hjá áföllum af völdum bilana með því að hafa alltaf sett öryggið ofar hagnaði. 

Eitt atriði þess var, að á meðan keppinautar höfðu lent í áföllum, eins og Douglas DC-10 áföllunum, hafði Boing getað staðið við sitt, til dæmis loforð um afhendingu nýrra véla. 

Að standa við slík loforð hefur mikil áhrif á traust framleiðandans. 

Í fróðlegum þætti Aljazzera sjónvarpsstöðvarinnar hafa verið birt gögn, sem benda til þess að árið 1997 eftir samruna Boeing og McDonnel Douglas hafi orðið áherslubreyting með því að bjóða framleiðsluna meira út og leyfa undir sérstökum kringumstæðum að láta hraðann í sðlunni að hafa forgang fram yfir ítrasta öryggi. 

Í þættinum voru leiddar líkur að því að þriggja ára töf á afhendingu Boeing 787 Dreamliner hafi verið partur af því að taka of bjartsýnislega áhættu af þessari pressu. 

Og nú virðast svipuð vandræði vera komin varðandi 737 Max vélarnar. 

Mjóþoturnar hafa þann kost fram yfir breiðþotur, að með þeim fæst ítrasta sparneytni með nýjum hreyflum sem henta þeim vel. Aðeins einn gangvegur er í þeim fyrir sex sæta sætaraðir, í stað tveggja gangvega fyrir sætaraðir, sem taka fleiri en sex farþega. 

Boeing stóð frammi fyrir því að þurfa að endurhanna stélið á Max vélunum til þess stýrisfletirnir á því að það réðu við alveg nýja þyngdardreifingu og flugeiginleika. 

Miðhluti bæði flugvéla og bíla eru dýrustu hlutar þessara tækja og því var ekki inni í myndinni að endurhanna miðhlutann allan á 737 til þess að koma fyrir hjólabúnaði með lengri hjólaleggjum, sem hefðu þurft aukið rými þegar hjól eru tekin upp og sett niður. 

Nógu dýrar voru samt endurbætur sem gera varð á vængjunum til að ráða við stærri, kraftmeiri og plássfrekari hreyfla og breytta þyngdar- og afldreifingu vegna þeirra. 

Þess vegna varð nýtt tölvustýrt stýrikerfi hannað, sem hefur valdið vandræðum. 

Það er stórmál í hinni gríðarlegu hörðu samkeppni ef mörg hundruð vélar, sem áttu einmitt að mala gull í sparneytni, eru nú kyrrsettar. 

Vélarnar, sem leysa þær af, eru dýrari í rekstri og eyðslufrekari og setja því slæmt strik í reikninginn. 

Loftflæði- og þyngdar- og afldreifningar vandamál geta vafist fyrir reyndustu flugvélaframleiðendum, jafnvel framleiðendum lítilla flugvéla. Cessna 162

Sem dæmi má nefna Cessna 162 Skycatcher tveggja sæta vélina sem átti að leiða stór framför í kennsluflugi og koma í stað gömlu 152 kennsluvélanna.  

Vélin átti að falla inn i svonefndan LSA fisflugvélaflokk, en þúsundir véla í þeim flokki hafa verið framleiddar í heiminum. 

Eftir endurtekin slys, óhöpp og vandræði í reynsluflugi á 162 og sölu á aðeins nokkur hundruð stykkjum, gafst þessi framleiðandi vinsælustu og öruggustu smáflugvéla og kennsluflugvéla sögunnar upp og hætti við framleiðsluna á þessari vél. 


mbl.is Taka 757-200 á leigu og fella niður flug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband