Meira en aldargamalt viðurkennt hugtak.

Árið 1913 fór Gandhi inn á svæði í Suður-Afríku, þar sem í krafti langvarandi aðskilnaðarstefnu, sem stóð út öldina, hafði verið sett á bann á menn af hans stigum að koma inn á. 

Þar sló í brýnu og Gandi var fjarlægður með valdi. Andóf hans má telja upphaf að fyrirbæri, sem hefur hlotið íslenska heitið borgaraleg óhlýðni og byggist á því að veita andóf án þess að beita valdi, að beita friðsamlegum mótmælum.   

Barátta Gandhi var byggð á þessu prinsippi og bar að lokum þann árangur, að næstfjölmennasta þjóð veraldar hlaut sjálfstæði 35 árum síðar. 

Síðar gerðust hliðstæð atvik í öðrum löndum, sem voru af svipuðum toga og fólust oftast í því að andófsfólkið hélt kyrru fyrir, stóð, sat eða lá og hlýðnaðist ekki skipunum lögreglu um að færa sig. Staðurinn gat verið hérað (Gandhi), sæti í strætisvagni (Rosa Park) opinber staður á almennafæri (Martin Luther King) eða land (Muhammad Ali).  

1955 settist blökkukona að nafni Rosa Park í sæti í strætisvagni í Montgomery í Alabama, sem aðeins ætla var svörtu fólki.

Rosa hafði fram að því farið eftir þessum lögum og sest í sæti svartra sem voru oft öll setin eða hinir svörtu stóðu, jafnvel þótt sæti hvítra væru ekki öll setin.

Í þetta skipti urðu sæti hvítra fullsetin, og var þess þá krafist að Rósa stæði upp fyrir hvítum manni og gæfi honum eftir sæti sitt.

Á þessari stundu fannst Rósu nóg komið og neitaði að standa upp.  

Henni var skipað að færa sig, og þegar hún neitaði var hún handtekin með lögregluvaldi og færð í fangelsi. 

Þetta atvik varð heimsfrægt og ákveðið upphaf að vaxandi réttindabaráttu blökkumanna, sem fór þó ekki að bera árangur fyrr en næstum áratug seinna. 

Það á nefnilega við um mörg svona atvik, að það þarf að biða lengi eftir árangri. 

Rósa var stundum kölluð "móðir mannréttindabaráttunnar". 

Martin Luther King var handtekinn og fangelsaður 35 sinnum í sinni baráttu, oftast fyrir að hafa verið staddur á þeim stað sem hann var, líkt og Rosa Parks. 

Hnefaleikaheimsmeistarinn Muhammad Ali neitaði af trúarástæðum að gegna herþjónustu og láta flytja sig nauðugan þvert yfir hnöttinn.

Hann vildi ráða því í hvaða landi hann væri. 1967 voru Bandaríkjamenn komnir með hálfa milljón hermanna í Víetnam og Ali spurði:  "Hví skyldi svartur maður drepa gulan mann fyrir hvítan mann, sem rændi landi af rauðum manni?" "Ég á ekkert sökótt við Viet Kong; enginn Viet-Kong maður hefur kallað mig niggara."

Ali vildi vera áfram í æfingasalnum og í hringnum, en var rekinn frá hvorutveggja og heimsmeistaratitilinn tekinn af honum.

Í þrjú og hálft ár voru málaferli yfir honum og hann stóð frammi fyrir allt að fimm ára fangelsi þar til Hæstiréttur sýknaði hann. 

Í lögum lýðræðisríkja er viðurkennd tilvera friðsamlegs andófs undir heitinu borgaraleg óhlýðni. 

Það er að þakka baráttufólki eins og Gandhi, Rósu Parks og Martin Luther King.

 


mbl.is „Borgaraleg óhlýðni er nauðsynleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laxeldi á landi, þvert ofan í hrakspár?

Í deilum um laxeldi hefur ekki verið deilt um eldi á landi, heldur fyrst og fremst eldi í sjókvíum.

En fram að þessu hafa sjókvíaeldismenn ráðið förinni í þessum efnum í krafti staðhæfinga um  að sjókvíaeldi sé svo margfalt hagkvæmara en eldi á landi, að landeildið eigi enga samkeppnisvon. 

Því vekur það athygli að sá kaupfélagsstjóri íslenskur sem hefur ásamt fleirum hafið Kaupfélag Skagfirðinga til einstakrar velgengni á mörgum sviðum, skuli vera að huga að umfangsmiklu laxeldi á landi, þvert ofan í eindregnar hrakspár sjókvíaeldismanna. 

Þórólfur segir að þróun í eldi á landi sé svo skammt komin og það svo lítið stundað, að það gefi ekki rétta mynd af þeim möguleikum, sem í því geti verið fólgið. 

Þórólfur verður varla sakaður um að hafa stigið mörg feilsporin í þróun á viðfangsefnum KS, að ekkert sé að marka hann. 

Á sama tíma sem stórveldi SÍS og kaupfélaganna hrundi að mestu, hefur veldi KS sýnt að hið fornkveðna er oft í gildi:  Veldur hver á heldur. 


mbl.is KS vill ala lax á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband