Gamlir draugar á ferð?

Stóra, stóra græðgis- bankabólan, sem var aðalástæða Hrunsins, byggðist á óhæfilegri skuldsetningu fyrirtækja og heimila. 

Í umræðum um komandi bakslag í ferðaþjónustunni hefur verið sagt að þetta sé ekki svona núna, og nefndar alls konar heildartölur í því samhengi. 

En hin gríðarlega skuldsetning áberandi fyrirtækja í ferðaþjónustunni segir svolítið aðra sögu. 

Hún á sér stað í dæmalausri uppsveiflu, en við slíkar aðstæður er gæfulegra að fara að með gát í skuldasöfnun og búa sig frekar undir mögru árin, samanber söguna af Jósef og bræðrum hans í Biblíunni. 


Gamlir draugar á ferð?

Stóra, stóra græðgis- bankabólan, sem var aðalástæða Hrunsins, byggðist á óhæfilegri skuldsetningu fyrirtækja og heimila. 

Í umræðum um komandi bakslag í ferðaþjónustunni hefur verið sagt að þetta sé ekki svona núna, og nefndar alls konar heildartölur í því samhengi. 

En hin gríðarlega skuldsetning áberandi fyrirtækja í ferðaþjónustunni segir svolítið aðra sögu. 

Hún á sér stað í dæmalausri uppsveiflu, en við slíkar aðstæður er gæfulegra að fara að með gát í skuldasöfnun og búa sig frekar undir mögru árin, samanber söguna af Jósef og bræðrum hans í Biblíunni. 


mbl.is Skulda 80 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Nú er besta barnið sótt..."

Margir fletir eru á fréttinni um minnkandi frjósemi kvenna, og raunar dálítið billegt að nota slíkt orðalag á tímum pillunnar. 

En meðaltal fæðinga hjá konum er nokkuð gott viðmið, burtséð frá orsökunum. 

Enn er í minni risafyrirsögn dagblaðs í Reykjavík um fyrstu viðskipti íslenskrar konu við erlendan sæðisbanka. 

Sá reyndist vera í Kaupmannahöfn og því hægt að nálgast umræðuefnið úr ýmsum áttum. 

Síðuhafi heyrði viðbrögð ónefnds prests við fregninni samdægurs og þótt hún svo góð, að leitað var leyfis hjá höfundinum til þess að nota hana. 

Hann hafnaði því alfarið og bar við stöðu sinni. 

"En hvað, ef ég segi ekki hver höfundurinn er og spinn augljósa spunasögu um tilurð hennar og legg vísuna í munn Nóbelskáldinu". 

"Það kemur mér ekki við ef mínu nafni er haldið utan við þetta," svaraði presturinn. 

Þetta kvöld var því visan frumflutt og spuninn í kringum hana var sá, að gera smásögu af því hvernig helstu hagyrðingar þjóðarinnar myndu fjalla um frásögn íslensku konunnar af viðskiptum hennar við danska sæðisbankann. 

Vísur, sem lagðar voru í munn Helga Sæmundssonar og Stefáns Jónssonar, eru löngu gleymdar, en vísan sem flutt var með rödd Nóbelskáldsins fékk heldur betur líf: 

 

"Hreðjum Íslands hrakar ótt

hermir konan unga.

Nú er besta barnið sótt 

beint í danska punga." 


mbl.is Frjósemi aldrei verið minni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel haldið á spilum.

Nýtt og ferskt forystufólk í öflugustu stéttarfélögum landsins hafði uppi réttmætar kröfur um að ráðist yrði gegn bágum kjörum hinna lægst launuðu í þjóðfélaginu. 

Kröfurnar voru enn réttmætari en ella vegna þess að elíta stjórnmálamanna og tekjuhæstu valdahópanna hafði stundað bíræfna sjálftöku varðandi launakjör sín. 

Í upphafi þótti mörgum hinar sósíalísku yfirlýsingar nýju verkalýðsforystunnar glannalegar í ljósi skipbrots kommúnismans á sinni tíð. 

En það var ekkert óeðlilegra að þetta forystufólk héldi fram sinni skoðun heldur en þegar yfirlýstir hægri menn hafa verið meðað forystufólks. 

Þegar lagt er af stað í átök um stefnur og gjörðir er mikilvægt að mótaðilar kanni vel aðstöðu hvors annars og styrk. 

Fyrir nýja verkalýðsforystu var nauðsynlegt að sýna fram á einurð og færni við að beita sínum beittustu vopnum, því að langvarandi deyfð í þeim málum hafði eðlilega skapað efa á því að í þeim efnum kynnu nýliðarnir til verka. 

Ef spilað var úr veikleika, var samningsaðstaðan verri. Þetta er alkunnugt fyrirbæri í íþróttum, þar sem mótherjar byrja oft á því að "lesa" andstæðinginn, sjá hvaða vopnum og færni hann býr yfir og finna rytma hans og aðlaga sig að honum. 

Nú virðist sem þetta hafi tekist í samningalotunni sem hefur staðið yfir. 

Báðir aðilar virðast sýna skilning á aðstöðu hvors annars. 

Verkalýðsfélögin hafa haldið vel á verkfallsvopninu og sýnt siðferðilegan og hugsjónalegan styrk, en atvinnurekendur hafa líka komið því til skila, að það árar ekki vel í atvinnulífinu og ástandið fer almennt jafnvel versnandi. 

Ef grundvallarsamningar nást nú sýnir það að vel hefur verið haldið á spilum í viðkvæmum og erfiðum málum. 


mbl.is Sólarhringsverkföllum aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband