Fjölbreytilegir frambjóðendur.

Því verður ekki neitað að Donald Trump hristi upp í bandarískri pólitík, hvað annað sem um manninn má segja.  

Og hugsanlegir frambjóðendur bjóða upp á mikið litróf, konur og karlar allt frá fertugu upp í áttrætt. 

Augljóst var á viðtali við Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í sjónvarpsþættinum 60 mínútur, að það er engin tilviljun hvaða ábyrgð henni hefur verið falin. 

Miklir persónutöfrar og mannkostir Pelosi leyndu sér ekki, og starfsþrekið virðist gríðarlegt, þótt hún verði áttræð í janúar næstkomandi.  


mbl.is 20 vilja takast á við Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband