Sótt inn í tómarúm?

Þegar WOW air hvarf af markaði skildi svo stór þátttakandi eftir sig ákveðið tómarúm. 

Í slíkum tilfellum má búast við að einhverjir reyni að fylla það, ýmist keppinautarnir eða nýliðar. 

Því skyldi engan undra að verið sé að reyna að setja á fót nýtt flugfélag sem komi til skjalanna áður en tómarúmið fyllist. 

Hvort það tekst er hins vegar önnur saga og einnig það hvort farið verið eins langt og gert var hjá WOW air í lágum fargjöldum. 

Því að það hlýtur að verða vandasamt að forðast að aftur fari allt á sama veg og hjá WOW air, og huga þarf vel að þeim atriðum sem felldu rekstur þessa stóra atvinnurekanda. 


mbl.is Leiðaráætlun nýs flugfélags tilbúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rugl í fréttaflutningi.

Synd er þegar farið er rangt með staðarheiti í alvarlegu slysi. Þá er mikilsvert að allar staðreyndir séu á hreinu. 

En því miður var sennilega sett Íslandsmet í ónákvæmni í frétt af slysi í kvöld. 

"Í botni Langadals fyrir norðan Blönduós."

Langt er síðan annað eins rugl hefur verið sett í frétt um slysstað og í frétt af umferðarslysi í Botnastaðabrekku skammt frá Bólstaðarhlíð, sem er ysti bær í Svartárdal. 

Smá von kviknar, úr því að Bólstaðarhlíðarbrekka er nefnd hjá einum netmiðlinum, um að hið rétta komi fram, en þessi von er kæfð í fæðingu, því að þá er bara bætt við ruglið með því að segja að slysstaðurinn sé "í botni Langadals, sunnan við Æsustaði og vestan við Húnaver."

Og Bólstaðarhlíðarbrekka er þar að auki rangnefni, því að Botnastaðabrekka er hið rétta. 

Sú brekka er reyndar ekki vestan við Húnaver, heldur austan við Húnaver og hún er alls ekki í Langadal og alls ekki sunnan við Æsustaði, heldur í Svartárdal, hvað þá að Æsustaðir séu næsti bær við slysstaðinn. 

"Í botni Langadals" er auk þess fullkomin þvæla, því að Langidalur er einn fárra dala á landinu, sem hefur engan botn, heldur er hann aðeins hluti lengri dals, þar sem Blöndudalur er framhald Langadals. 

Þar að auki er áttunum snúið alveg við. Blönduós er nefnilega ekki í Langadal. 

Og syðri mörk Langadals (svonefndur botn í fréttinni), þessi mörk eru ekki fyrir norðan Blönduós, heldur fyrir sunnan Blönduós, því að syðri mörk Langidals eru 27 kílómetrum fyrir sunnan Blönduós. 

 

 


mbl.is Alvarlega slasaður eftir bílveltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband