Axarskaft sem varð til góðs. "Brennið þið, vitar!"

Á þessa bloggsíðu var sitthvað ritað á sínum tíma um það axarskaft að láta háhýsi við Höfðatorg skemma notkunagildi vitans í turni Sjómannaskólans. 

Síðuhafi á minningar um það þegar þetta hús var tekið í notkun og það hvað þessi viti í turni hans var viðeigandi og fallegur. 

Auk þess var hann hæsti bletturinn á byggingum bæjarlandsins þar til Hallgrímskirkjuturn reis. 

Þess vegna væri nöturlegt hvernig reist hefði verið hús sem kalla mætti hálfvita. 

En nú hefur þetta mál fengið farsælan endi og fætt af sér fallegt, skemmtilegt og nytsamlegt mannvirki við ströndina og þar með er hefur þetta axarskaft orðið til goðs. 

Kannski væri viðeigandi að setja upp sjálfspilandi tæki í vitanum sem spilaði lagið "Brennið þig, vitar!" á klukkustundar fresti, öllum vitum og sjófarendum landsins til heiðurs. 


mbl.is „Þarna mun hann standa um ókomna tíð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf að setja sig inn í andrúmsloftið 1949. "Tryllt öld."

Síðuhöfundur er nógu gamall til að muna vel eftir því sem gerðist árið 1949. Rúmum tveimur árum fyrr hafði Nýsköpunarstjórnin sprungið vegna samnings Íslendinga um aðgang bandaríska hersins að Keflavíkurflugvelli þegar Kalda striðið var að skella á. 

Gríðarleg tortryggni ríkti í Vestur-Evrópu í garð Sovétmanna, sem þó höfðu sýnt að þeir myndu virða samkomulag Churchills og Stalíns um skiptingu Evrópu í áhrifasvæði. 

Kommúnistar gerðu uppreisn í Grikklandi svo að úr varð borgarastyrjöld sem Stalín skipti sér ekkert af til þess að virða samkomulagið um að Grikkland væri á bresku áhrifasvæði.

Júgóslavía og Austurríki áttu að vera á gráu svæði og samkomulag náðist um hlutleysi Austurríkis og þegar Tító gerði Júgóslavíu hlutlausa, lét Stalín það afskiptalausst.  

Sjálfur ætlaðist hann til þess að Vesturveldin virtu samkomulagið varðandi það að Tékkóslóvakía, Ungverjaland, Búlgaría og Rúmenía yrðu á rússnesku áhrifasvæði. 

Vesturveldi urðu samt tortryggin þegar Sovétmenn hreinlega tóku öll völd í Tékkóslóvakíu 1949 og beittu yfirburða veldi landhers síns til að gera Austur-Evrópu ríkin að algerum leppríkjum Sovétríkjanna. 

Þegar Sovétríkin réðust með hervaldi inn í Ungverjaland 1956 og Tékkóslóvakíu 1968 til þess að berja niður allt andóf í þessum ríkjum hreyfðu Vesturveldin ekki legg né lið til að koma þessum ríkjum til hjálpar frekar en að Stalín hafði gert gagnvart Grikkjum 1946. 

En 1949 var fleira en örlög Tékka sem skapaði ótta og tortryggni á Vesturlöndum. 

Stalín hafði lokað öllum umsömdum landleiðum milli Vestur-Þýskalands og Vestur-Berlínar, sem var inni í miðju Austur-Þýskalandi og hugðist svelta Berlínarbúa til hlýðni. 

En Vesturveldunum tókst að halda uppi loftbrú til Berlínar sem Stalín þorði ekki að hrófla við en mikill stríðsótti ríkti.  Og ekki minnkaði hann þegar kommúnistar sigruðu í borgarastyrjöld í Kína og lögðu fjölmennasta ríki heims undir sig og Norður-Kórea réðist á Suður-Kóreu 1950.  

Ofan á þetta all voru kommúnistar búnir að vera sterkir á Ítalíu og í Frakklandi frá stríðslokum. 

Bretar og Bandaríkjamenn höfðu flutt landheri sína að mestu burtu frá meginlandi Evrópu strax í stríðslok á sama tíma sem Sovétmenn gerðu ekki það sama. 

Bandaríkjamenn treystu á fælingarmátt kjarnorkusprengjunnar og áttu nógu margar sprengjur til að varpa á 50 borgir í Sovétríkjunum.  

1949 bættist síðan við hið óvænta: Sovétmenn sprengdu fyrstu atómsprengju sína og síðuhöfundur minnist enn þeirrar stóru fréttar. 

Við þessar aðstæður var óvissan nóg um það hvað Stalín hygðist fyrir til þess að NATO var stofnað.

Þegar atburðir fyrir 70 árum eru skoðaðir verður að setja sig í spor allra aðila að óróanum og óttanum, sem ríkti síðustu valda árum Stalíns 1949-1953. 

Bandaríkjamenn og Bretar höfðu yfirburði á hafinu. Það kom Sovétmönnum í koll 1962, þegar þeir urðu að gefa eftir gagnvart hafnbanni Bandaríkjamanna á Kúbu til þess að afstýra flutningi kjarnorkueldflauga Sovétmanna þangað. 

Krústjöff hafði misreiknað sig og var felldur úr valdastóli 1965. En Sovétmenn lærðu af þessu og hófu stórfellda uppbyggingu flota síns, sem hefur verið endurvakin síðustu ár. 

Eftir á að hyggja hefði lega Íslands inni á áhrifasvæði Bandaríkjamanna, smá útvíkkun Monroe-kenningarinnar, átt að vera nóg til að varna því að Sovétmenn reyndu að taka landið. 

Og varla þurft að hafa herlíð á Íslandi fyrr en í fyrsta lagi 1970 þegar sovéski flotinn var farinn að ógna verulega.  

En tortryggni og óvissa sem óx við Kóreustyrjöldina 1950 til 1953 gerði tilkomu varnarlðiðsinns skiljanlega 1951.  

Þótt síðuhafi væri ungur að árum 1949 lá hann í dagblöðum þess tíma og sat sem límdur við útvarpstækið að hlusta á fréttatímana;  studdi inngönguna í NATO og hefði gert það þótt hann hefði verið eldri miðað við þær upplýsingar og það ástand em ríkti þá; sem verður að hafa í huga þegar reynt er að leggja mat á þessi umbrotasömuár sem skáldið Snorri Hjartarson lýsir með heitstrengingu í lok ljóðsins síns "Land og þjóð og tunga:

"Ísland, í lyftum heitum höndum ver 

ég heiður þinn og líf gegn trylltri öld."


mbl.is Minntust 70 ára afmælis NATÓ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband