"Stjórnskipuleg óvissa". Líka stjórnmálaleg pressa varðandi Noreg og ESB.

Friðrik Árni Friðriksson Hirst sagði í samtali við mbl.is að því fylgdi "stjórnskipuleg óvissa" að innleiða 3. orkupakkann eins og nú væri ætlunin. 

Baudenbacher bætti um betur í Íslandsheimsókn sinni og sagði, að aðalatriðið væri stjórnmálaleg óvissa varðandi ESB og Norðmenn. 

Hann benti á að stærð Norðmanna í EFTA væri yfirþyrmandi og nú yrði ekki um lagalega dómstólaleið að ræða eins og varðandi Icesave á sínum tíma. 

Úr þessu er aðeins hægt að lesa eitt: Það er mikil pressa í gangi, sem ekki hefði verið, ef við hefðum farið strax inn á þá leið 2017 að ganga tryggilega frá hnútum í gegnum sameiginlegu EES nefndina. 

Við eigum þó enn völ á því að ákveða að fara þá leið núna, þó seint sé, og þótt það verði gert undir þrúgandi pressu ESB og Norðmanna. 

Það er nú eða aldrei eða hvað?. Hvers vegna að draga þetta?  Fyrr eða síðar kemur að því. Lagið "it´s now or never" var spilað núna rétt áðan í Óskastundinni í útvarpinu. 


mbl.is Orkupakkinn bæti samkeppnisumhverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband