Hver hefði trúað þessu fyrir aldamót?

Víst eru Íslendingar sagnaþjóð og orðið saga er tökuorð í ensku. Og eitt Nóbelsskáld eignuðumst við á öldinni sem leið. 

En einhver hefði um síðustu aldamót spáð þeim uppgangi í skrifum glæpasagna, sem hefur orðið á síðustu tveimur áruatugum hér á landi hefði sá spámaður þótt lítt spámannlega vaxinn. 

Listi eins og greint er frá á tengdri frétt á mbl.is hefði verið talið óráðshjal. 

Þó verður að athuga það, að glæpir, morð, mannvíg, pyntingar, lemstranir, brennur, svik og drápsþorsti eru snar þáttur í þessum frægustu bókmenntum okkar frá gullöld íslenskrar sagnaritunar. 


mbl.is Ísland með þrjár bækur á lista Times
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ættu tollastríð að vera til góðs?

Þjóðir heims gengu í gegnum þunga reynslu í kreppunni miklu á fjórða áratug síðsutu aldar, þegar þær háðu viðskiptastríð í formi síhækkandi tolla og innflutningshafta. 

Í kjölfarið fylgdi heimsstyrjöld, og afleiðingar hennar voru í fyrstu áframhaldandi höft til þess að fást við efnahagslegar afleiðingar tjónsins af stríðinu. 

Hér á landi komust á þvílík höft, að fólk þurfti jafnvel sérstakt opinbert leyfi til þess að steypa veggi við garða sína. 

Ævinlegar voru aukin höft og flóknara gengi og styrkja- og haftakerfi af ýmsum toga réttlætt með því að um brýna nauðsyn væri að ræða. 

Lítið dæmi var, að Íslendingar eignuðust Evrópumeistara í langstökki, af því að Torfi Bryngeirsson vann hlutkesti í KR um það hvaða tveir íþróttamenn félagsins mættu eignast tvö pör af nýjustu gerð af stökkskóm, sem náðarsamlegt leyfi svonefnds Fjárhagsráðs fékkst til. 

Ástandið var að því leyti til atvinnuskapandi, að meirihluti efnahagslífsins fólst í að framleiða hvers konar varning á eins óhagkvæman hátt og hugsast gat og þúsundir fólks störfuðu við að fylgja fjötrunarástandinu eftir með skriffinnsku og spillingu, sem fylgdi úthlutunum á ýmsum gæðum.  

Avextir eins og epli fengust aðeins innflutt um jólin. 

Í lok sjötta áratugsins rofaði loksins til þegar þjóðir heims áttuðu sig á því hvílíka skaðsemi tolla- og haftastríðsins hafði haft í för með sér. Þó hefur alla tíð verið stunduð stórfelld haftastarfsemi gagnvart þjóðum utan Norður-Ameríku og Evrópu í landbúnaðarmálum til þess að skekkja illilega samkeppnishæfni landbúnaðar þeirra landa, sem utan þessara vestrænu landa standa. 

Miðað við margsannað óhagræði tollastríða gegnir furðu að nú skuli á ný vera hafin svipuð vegferð og olli gríðarlegu alþjóðlegu tjóni áratugum saman á síðustu öld. 

Slíkt er íhugunarefni. Kannski er ein ástæðan sú, að nú er orðið svo langt um liðið síðan, að núlifandi ráðamenn og valdaöfl muna ekki eftir því.  


mbl.is Tollar hækkaðir úr 10% í 25%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skaginn virðist til alls vís.

"Skagamenn skoruðu mörkin". Síðuhafa hraut þetta af munni, bæði þegar hann gerði textann með þessu heiti hérna um árið og einnig þegar hann heyrði úrslit leiks Vals og ÍA á heimavelli Valsmanna nú í kvöld. 

Þau úrslit rímuðu við umsögn Loga Ólafssonar um þessi tvö lið og væntanlegan leik þeirra í hádegisverði í Laugardalshöll í gær.

Logi spáði að vísu "varfærnislega" að úrslitin yrðu líklegast 2:2, en hafði áður gefið sterklega í skyn í greiningu sinni á nýliðunum í Úrvalsdeildinni, að liðið lofaði mjög góðu fyrir sumarið og væri til alls víst gegn hvaða liði, sem væri og gæti gert skurk í deildinni, og þá einmitt á þann hátt sem varð raunin í kvöld.   

 


mbl.is Fyrsta tapið á Hlíðarenda síðan 2016
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband