Hver óskar þess að hersetu lands ljúki aldrei?

Athyglisvert er að talsmaður Hatara skyldi vera talinn hafa farinn yfir strikið með því að segja að hljómsveitin óskaði þess að hersetu Ísraels á Vesturbakkanum lyki. 

Með þeim ummælum var ekki tekin afstaða til þess, hverjum þessi herseta væri að kenna, eða hvernig hægt væri að aflétta hersetunni.

Reynt var með samningum að koma á friði með tveggja ríkja lausn á tíunda áratugnum, en sú viðleitni var eyðilögð þegar forsætisráðherra Ísraels var myrtur af öfgatrúarmanni í hópi Zíonista. 

Síðuhafa er enn í minni frá æskuárum, þegar Folke Bernadotte greifi, hinn sænski fulltrúi Sameinuðu þjóðanna var drepinn á svipaðan hátt. 


mbl.is Áminntir af Jon Ola Sand
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinn gleymdi hluti Íslands?

Um tvo hluta landsins má segja, að þar sé um að ræða hina gleymdu hluta Íslands. 

Það er sameiginlegt þeim báðum að þeir liggja fjærst þermur pólum, Reykavík, Akureyri og Egilsstöðum. 

Annar þeirra blasir við þegar horft er að kort og það sést, að annað svæðið er lengst í norðvestur frá línunni Reykjavík-Akureyri, en hinn er lengst í suðaustur frá þessari línu. 

Ef vegalengdin er mæld í kílómetrum kemur í ljós hinn gleymdi hluti þar sem Öræfasveit  liggur einna fjærst, um 350 kílómetra frá Reykjavík og næstum því jafnlangt frá Egilsstöðum um hringveginn. 

Svo að fjölmiðlarnir séu teknir sem dæmi, er oftast erfiðast og trímafrekast að senda mannskap til að sinna verkefnum til þessa svæðis þegar á þarf að halda. 

Og skortur á sjúkramenntuðu fólki á svæðí sem er með miðju í Öræfasveit hefur nú komið berlega í ljós. 

Í fréttum dagsins er fjallað um rýmingaráætlun vegna goss í Öræfajökli og á þessu svæði eru margfalt fleiri ferðamenn allt árið um kring en áður var. 

Við þessu þarf að bregðast. 


mbl.is Enginn á vakt á um 200 km kafla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband