Endalaust álitamál.

Norðmaðurinn Per Andre Sundnes spyr ýmissa áleitinna spurninga eftir að Söngvakeppni sjónvarpsstöðva Evrópu lauk í gær og ljós kom að dómnefndirnar höfðu togað Norðmenn og Íslendinga niður, og það nógu hressilega til þess að Norðmenn voru "rændir" sigrinum. 

Sundnes spyr um það hvernig dómnefndirnar séu skipaðar, eftir hvaða kröfum um hæfni og þekkingu. 

Það vekur aftur á móti spurningarnar á hvaða forsendum eigi að dæma lögin. Og ljóst er að ekki eru þeir sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni valdir eftir hæfni eða þekkingu. 

Og þá vaknar gömul spurning um smekk, en stundum er sagt að oft sé ekki hægt að deila um smekk. 

Í ofanálag er enn eini sinni komin upp umræða um það, að hve miklu leyti megi eða eigi að blanda saman stjórnmálum og keppni í listum og íþróttum. 

Síðuhafi hefur alla tíð verið ákveðinn andstæðingur þess að blanda saman stjórnmálum og íþróttum og bent á ömurlegar afleiðingar slíks, svo sem Ólympíuleikana 1980 og 1984. 

Þó sé hugsanlegt að setja þjóðríki í bann, ef þar viðgengst svo mikil mismunun á aðstöðu fólks til að stunda og æfa íþróttir og keppa í þeim á grundvelli húðlitar eða kynþáttar, að það brjóti í bága við jafnréttishugsjónina á bak við Ólympíuleikana. 

Á þeim forsendum var Suður-Afríku meinað að taka þátt í Ólympíuleikum um áraraðir vegna kynþáttaaðskilnaðarstefnu landsins. 

Þeir, sem brutu reglurnar um að aðeins megi flagga fánum þátttökuþjóða í gærkvöldi, gerðu það meðal annars vegna þess að það sé ákveðin aðskilnaðarstefna í gangi í formi múrs og hernáms í því landi, sem fram til 1948 var eitt ríki, að vísu sem nýlenda, og að því leyti séu íbúarnir eftir skiptingu landsins í tvö ríki beittir hliðstæðri aðskilnaðarstefnu og var í Suður-Afríku í raun. 

Aðrir segja að þetta sé hártogun, því að þátttaka Ísraels í evrópsku söngvakeppninni byggist á því að Ísraelsmenn séu menningarlega ein af Evrópuþjóðunum, en það séu Palestínumenn ekki. 

 


mbl.is „Norðmönnum finnst þeir sviknir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hatararar komu vel út. Páll Óskar ruddi braut. Bretar við dyr Brexit.

Þátttaka Íslendinga í Eurovision-keppninni tókst vel og verður vafalaust lengi í minnum höfð. Þátttökuþjóðum hefur fjölgað svo mikið síðan 1986 að 10. sætið núna samsvarar líkast til 6-7. sæti fyrir 33 árum. 

Það kunna að vera skiptar skoðanir á því tiltæki þeirra í lokin að veifa palestinska fánanum þegar færi gafst og atkvæðagreiðslunni hvort eð er lokið, en í atriði Madonnu sást fánanum líka bregða fyrir, að vísu ásamt ísreelska fánanum. 

Sjá má skrif um að það að veifa líka fána samkynhneigðra sýni barnaskap, því að hjá Hamas ríki andúð á samkynhneigð, en það þarf ekki að vera nein mótsögn í því að sýna Palestínumönnum almennt samúð og einnig samkynhneigðum. 

 

Spennan, sem þessi þátttaka þeirra skóp vegna ótta um að þeir gætu misstigið sig, var mikil allt til enda, en fáninn hjá Madonnu verður vonandi til þess að hvort tveggja fánaatriðið verði ekki til alvarlegra eftirmála. 

Atriði Hatara á eftir að vera í minnum haft sem djarft, frumlegt, beinskeytt og vel gert, og líta má á það sem vel heppnaða för í fótspor Páls Óskars Hjálmtýssonar á sínum tíma, sem braut blað í sínum efnistökum. 

Stórþjóðirnar Þýskaland og Bretland máttu muna sinn fífil fegri, og enda þótt bæði ríkin fengu það gefið á silfurfati að vera með úrslitunum, mátt sjá Bretland neðst allra, og þar með á tæpasta mögulega vaði varðandi það að úr verði Brexit. 

En þetta er nú skrifað í hálfkæringi og má ekki taka alvarlega.  

 


mbl.is Veifuðu palestínska fánanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband