Ísland borgríki; 76-24 raunverulegra hlutfall en 64-36?

Í nýjustu mannfjöldatölum Hagtofunnar kemur fram að 64 prósent íbúa landsins búi á höfuðborgarsvæðinu en 36 prósent utan þess. 

Þetta er ekkert smáræðis halli og hefur heyrst sagt, að Ísland jaðri við að vera borgríki. 

En hallinn er enn meiri ef reiknað er með að allt svæðið innan línu, sem dregin er um Akranes, Selfoss og Suðurnes, 60 kílómetra akstursvegalengd frá Reykjavík, sé eitt atvinnusvæði þar sem aðeins 40 mínútna akstur sé frá jöðrum inn til miðju. 

Ef þannig er reiknað, búa 272 þúsund manns, eða 76 prósent landsmanna, á höfuðborgarsvæðinu en aðeins 88 þúsund eða 24 prósent utan þess. 

Það hlutfall, 3:1, gerir skilgreininguna borgríki áleitnara varðandi Ísland. 


mbl.is Landsmenn rúmlega 360 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áframhald 20 ára stefnumörkunar.

Lýsing í tengdri frétt á mbl.is um undirfjármögnun 737 Max bætist við eldri feril af svipuðum toga, sem hefur staðið í tvo áratugi, og byggðist á því að minnka áður ófrávíkjanlegar kröfur Boeing verksmiðjanna til flugöryggis þegar markaðsaðstæður krefðust. 

Áður hefur verið sagt hér á síðunni frá heimildum um þessa stefnumörkun, þar sem markaðsstaðan mátti fá forgang ef það væri talið bráðnauðsynlegt. 

Í þætti Al-Jazeera um málið var einnig rakið hve litlar kröfur Boeing hefur gert til undirverktaka sinna. Einnig hvernig svipað gerðist við smíði Boeing 787 Dreamliner og 737 Max nú hvað það varðaði, að auglýsa aðeins nokkurra mánaða töf á afhendingu í byrjun, og framlengja síðan töfina á 787 aftur og aftur uns hún varð, allt meðtalið, alls þrjú ár. 

Þess vegna er ekki furða að flugfélög taki loforð verksmiðjanna ekki sérlega trúanleg núna. 


mbl.is Framleiðsla 737 MAX undirfjármögnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólík vopnabúr í deilu Kim og Trumps.

Í deilum Bandaríkjamanna og Norður-Kóreumanna eru venjulega nefnd tvö ólík vopnabúr ríkjanna. 

Annars vegar viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna. 

Hins vegar kjarnorkuvopn og eldflaugar Norður-Kóreumanna. 

Þetta eru ólík vopn.  

Þótt Bandaríkjamenn dragi úr viðskiptaþvingunum sínum, geta þeir aukið þær með nánast neinu skjali. 

En minnki Norður-Kóreumenn kjarnorkubúnað sinn, er vandséð hvernig þeir gæti aukið kjarnorkuvopnahótun sína neitt nálægt því eins hratt og Bandaríkjamenn geta aukið viðskiptaþvinganirnar. 

Annar stór galli er á kjarnorkuhótun Kims. Hún myndi hafa í för með sér svo óskaplegt tjón fyrir alla, ef vopnunum yrði beitt, að spurning er hvort nota megi um þau lýsingu Maós á kjarnavopnum Kana hér um árið, að þau væru pappírstígrisdýr. 

Þetta skapar vanda í sambúð og samningaviðræðum þjóðanna, sem erfitt er að fást við. 


mbl.is Talinn eiga 20-60 kjarnorkusprengjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband